Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 21
INGIBJORG ÞORBERGS
Nú um hásumarið eruð þið liklega önnum kafin við útileiki og
útistörf. Lítill tími verður því eftir til lestrar.
^að er margsannað, að þeir eru hamingjusamastir, sem hafa
nóg að starfa og eru sífellt að læra. Að sjálfsögðu er líka hægt að
'æra á margvíslegastan hátt, og ekki endilega eingöngu af lestri
bóka.
A sumrin er hægt að nota tímann til að læra á skemmtilegan og
'•fandi hátt. Þá er hægt að læra margt, sem kemur að góðu
9agni — og gamni — á lífsleiðinni.
Eins og þið vitið, er Island oft nefnt Sögueyjan — og það með
Sanni. Ég veit, að þið lærið sögu lands og þjóðar í skólanum,
en eftir að hafa kynnzt hverjum sögustað í sjón og raun, eruð
Þið komin í nánara samband við söguna sjálfa. Þá er þetta allt
°rðið svo lifandi fyrir ykkur, að lærdómurinn verður eins konar
ieikur á eftir.
bað er gaman að fara út í sveitir landsins, skoða gróðurinn og
læra heiti hans. Læra og reyna að muna nöfn fjalla, vatna, dala
°9 bæja, og yfirleitt að fræðast um sögu hvers staðar, sem komið
er til. Aldrei eru manni of oft sagðar sögur hinna ýmsu staða, og
°rnefni gleymast stundum, svo að nauðsynlegt er að rifja þau
UPP- Ekki þarf þó alltaf að fara langt til að kynnast ýmsu nýju.
þekkjum yfirleitt ekki sögu þess staðar, sem við stöndum á.
°rnefni og saga þeirra eru alveg hjá okkur og vissulega er gaman
ar5 veita sliku athygli.
Mér finnst sorglegt að hugsa til þess, að ungt og hraust fólk
skuli vera í vandræðum með sjálft sig, þótt það eigi írí í nokkra
ba9a. Sorglegt, að það skuli þyrþast út f sveitirnar til þess að
dr®kka sig fullt og eyðileggja fagurt umhverfi. Þetta er ekkert
9aman. Það veitir enga ánægju. Þessu fólki liður illa.
Sem betur fer er það aðeins lítill hluti íslenzks æskufólks, sem
Þegðar sér þannig, en þó er þetta fólk nógu margt til þess að
i°ka verður jafnvel þjóðgarðinum okkar á Þingvöllum. Svo ófögur
Var útreiðin, t. d. um s. I. hvítasunnu. Ég ætla ekki að rifja hér
UPP þær ófögru lýsingar. Þær muna eflaust flestir. Hvílík hneisa!
^ið þykjumst vera á háu menningarstigi. Ráðamenn þjóðarinnar
Þ°ra ekki einu sinni að lofa okkur að horfa á bandarískt sjónvarþ.
að gæti sþillt þessari göfugu þjóð!
Eyrir nokkrum árum bauð George Washington háskólakórinn
’hér til Bandaríkjanna. Og það verð ég að segja, að mér fannst
sk°lafólk þar vera til fyrirmyndar.
Ahugamáli voru óteljandi. Kurteisi í skólum ólikt meiri en hér.
Eg var boðin í margar skemmtiferðir; eins og t.d. sem þar nefnist
,,picnic“, og eru skógafferðir og slíkt.
Þetta heilbrigða, unga fólk var ekki í vandræðum með verk-
efn'- Allir skemmtu sér við störf, leiki, söng og dans. Ég tók eftir
e'nu; enginn — ekki einn einasti — var drukkinn. Engum, er ég
Vnntist í þessum ferðum, hefði komið til hugar að skilja við þá
s*aði, er dvalizt var á, öðruvísi en hreina og óspillta, eins og kom-
hafði verið að þeim. Ekkert drasl var skilið eftir, og gætt vel
að hvort allt væri í röð og regiu, áður en staðurinn var yfirgefinn.
betta var að vísu æskufólk frá góðum heimilum, eins og það
r kallað, en það eru heimili, eins og ílestir íslendingar eiga.
ern betur fer eru hér engin sérstök fátækrahverfi — og verða
Vonandi aldrei.
T
Þess vegna eigið þið, okkar fallega, hrausta, unga fólk —
ekki að taka ykkur til fyrirmyndar úrhrak annarra þjóða.
Allri æsku standa tveir vegir opnir — og það er enginn vandi
að velja réttan veg. — En, jafnvel þó að einhver só óvart lagður
af stað út á rangan veg, þá er aldrei of seint að snúa við. Aldrei
of seint að bæta sjálfan sig. Segjum t.d., að einhver ykkar sé farinn
að reykja, langi til að hætta og sé alltaf að ráðgera það. Dragið
það þá ekki til morguns. Hættið strax!
Reykingar finnst mér í einu orði sagt: ógeðslegar!
Af þeim stafar aðeins illt: Eldhætta og heilsutjón. Hallgrímur
Pétursson sálmaskáld hefur gert ágætar tóbaksvísur. Um reyk-
tóbakið segir hann;
Tóbak róm ræmir,
remmu framkvæmir,
tungu vel tæmir,
tár af augum flæmir,
háls með hósta væmir,
heilann fordæmir
og andlit afskræmir.
Ekki sérlega heillandi lýsing!
Ég er viss um, að ykkur finnst líka heimskulegt: Að brenna pen-
ingunum. Stifla æðar í líkamanum, allt frá heila niður í íætur. Vera
með svört lungu, sem hryglir í. Eitra loftið fyrir öðrum o.s.frv.
Tæplega er hægt að koma hér á skemmtistaði án þess að tárfella
vegna reykjarsvælu. Út úr íbúðum leggur þennan illa daun, og
af fötum og fólki. Sem sagt: sóðaskapur á allan hátt. — En nóg um
það að sinni.
Lagið, sem ég sendi ykkur núna, heitir ,,Ráðagerðin“. Og látið
nú ekki fara fyrir ykkur, eins og þeim lata í Ijóðinu! (Bls. 318)
Og ef einhver tekur í gítarinn sinn ennþá, getur hann sungið og
spilað hið gamla, góða „Blátt lítið blóm eitt er.“
Kærar kveðjur!
INGIBJÖRG.
BLÁTT
LITIÐ
BLÓM
EITT
ER
G C G
Blátt lítið blóm eitt er,
D7 G
ber nafnið „Gleymdu’ ei mér“.
C G
Væri ég fuglinn frjáls,
A7 D7
flygi’ ég til þín.
G (C) G
Svo mína sálu nú
E7 am (E7) am
sigraða hefur þú,
D7 G
engu ég unna má
A7 D7 G
öðru en þér.
317