Æskan

Årgang

Æskan - 01.07.1969, Side 35

Æskan - 01.07.1969, Side 35
Um tungliS þvert og endilangt eru fjöll, dalir og ásar. Vísindamenn vonast til að finna mikilvægar upplýsingar á tungl- inu. Mörg geimför hafa farið i könn- unarferðir. vega aðeins eitt pund á tunglinu. Þrátt fyrir þetta tiltölulega veika aðdráttarafl sitt, hefur tunglið samt áhrif á úthöf jarð- arinnar. Áhrif tunglsins á höfin mynda tvenn sjávarföll á dag. — Aðdráttar- afl tunglsins myndar tvær flóðöldur — eina næst tunglinu og aðra fjarst. Þessar flóðöldur fara umhverfis jörðina, þar til land stanzar þær. Mismunur á sjávardýpi og strandlengjum hefur áhrif á yfirgrip flóðaldanna. Sjávarföll- in fylgja mánanum, og eru, eins og hann, um fimmtíu mínútum seinni en sjávarföll dagsins á undan. Stór hluti tunglsins eru þurrar víð- áttumiklar auðnir — dökk svæði, sýni- leg á björtum nóttum. Um þvert og endilangt tunglið eru fjöll, dalir og ásar. Hæsti fjallstindurinn er 26.000 fet (7 800 metrar) á hæð. Þekktasta ein- kenni yfirborðs mánans eru þúsundir gíga, sem eru allt frá fáeinum cm upp í hundruð mílna I þvermál. Vísindamenn, sem eru að reyna að komast að uppruna jarðarinnar, vonast til að finna mikilvægar upplýsingar á tunglinu. Loftleysið og vatnsleysið þar hefur verndað það fyrir veðrun, en veðrun hefur gert mönnum erfitt um vik að kanna uppruna jarðarinnar. Frá fjölda þeirra geimfara, sem Bandaríkjamenn og Sovétmenn hafa sent út í geiminn í könnunarferðir, hafa borizt þúsundir Ijósmynda af yfirborði tunglsins, en sú ferð sem bandaríska geimfarið Appollo 8 fór í desember s.l. mun hafa komið með dýrmætustu upp- lýsingar um tunglið, sem ennþá hafa borizt hingað til jarðar, ef undan eru skildar tvær slðustu mannaðar ferðir Bandarlkjamanna umhverfis tunglið. — „Tunglið kemur okkur spánskt fyrir sjónir," sagði Frank Borman, fyrirliði geimfaranna í Apollo 8, þegar hann og félagar hans lýstu þvl, sem fyrir augu þeirra bar, er þeir hringsóluðu um tungl- ið. En þeim bar öllum saman um, að tunglið væri ógnþrungið og eyðilegt. Allt er þetta undirbúningur, þar til hinum mikla lokaáfanga hefur verið náð. Þangað til maður hefur lent á tunglinu og haft með sér þaðan til jarð- ar drjúgan skerf af jarðvegi, geta vís- indamenn ekki annað gert en gizka á uppruna tunglsins. Mun rafmagnað ryk þyrlast upp á allar hliðar, þegar maður fyrst stígur fæti á tunglið, og umlykja hann? Sekkur hann á kaf I geimryk? Svör við öllum þessum flóknu spurning- um munu fást, ef tilraun Bandaríkja- manna heppnast í júlf næstkomandi, en þá hafa þeir hugsað sér að láta mann lenda á sjálfu tunglinu. Um það fáið þið að heyra síðar. Hvernig verður, er fyrsti maður- inn stígur fæti á tunglið? Geimferðir Með vel heppnaðri geimferð geim- farsins Gemini 12 snemma í nóvember- mánuði 1966 luku Bandaríkin öðru stigi þriggja-stiga áætlunarinnar um að koma manni til tunglsins og til baka til jarðar. Fyrsta stig áætlunarinnar, er geimfarið Mercury með einn mann inn- anborðs var sent út í geiminn, sannaði, að maðurinn getur ferðast örugglega úti í geimnum. Þegar tveggja-manna geimfarið, Gemini, var sent út í geim- inn, og geimfararnir fóru út úr því og gengu um, sannaðist, að maðurinn get- ur verið á ferli úti í geimnum. Snemma árs 1967 var bandarísku geimförunum Virgil Grissom, Edward White og Roger Chaffee ætlað að fara í fyrsta mannaða geimflug þriðja stigs Tveggja manna geimfarið Gemini 13. 331

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.