Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 43

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 43
Hvað er nú það? Fyrir 20 árum ákváðu Þeir, sem vinna að framgangl sundkunn- áttu í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Dan- mörku að efna til keppni í sundi milli Þessara þjóða á þann hátt, að sú sjóð ynni, sem tiltölulega fengi flesta til þess að synda 200 m vegalengd. Finnar unnu þessa fyrstu keppni. Ákveðið var að láta svona keppni fara fram þriðja hvert ár. Það var svo árið 1951, að við (slendingar gengum í leikinn. Þar, sem frændum okkar og vinum hjá hinum norrænu þjóðunum hafði tekizt að fá 2 til 6 af hverjum 100 fbúum til þess að synda 200 metrana, var okkur íslendingum skömmtuð talan 5000, eða 5% þjóðarinnar, sem skyldi vera sú tala, sem ísland yrði að ná svo þjóðin fengi stig. Svo fór, að 36 637 íslendingar syntu 200 metrana eða 25 af hverjum 100 og ísland vann glæsilega fagran bikar, sem Noregs- konungur gaf og víða um heim var sagt, að íslenzka þjóðin væri þezta sundþjóð heimsins. Æskan, börnin og unglingarnir tóku duglega þátt f þessari keppni. Nú f ár, frá 15. maí til 15. sept., fer slík keppni fram í áttunda sinn. ísland ætlar að vinna með því að fá 55500 íslendinga til þess að synda. Hvernig getum við náð svona hárri tölu? — Nú erum við um 50 þúsund fleiri íslend- ingar en 1951, nær allt unga fólkið, sem í 18 ár (um 36 þús.) hefur útskrifazt úr skól- unum getur svnt 200 metra og nú á ísland 10 fleiri sundiaugar en þá, t.d. eru núna sundlaugar í öllum kaupstöðum, svo að lítill vandi ætti að vera að fá 19500 fleiri íslendinga nú en 1951 til þess að synda vegalengdina. — Ef það tekst, myndi (s- land aftur vinna konungsbikar og í þetta sinn úr hendi Danakonungs. Er nú aðalatriðið að vinna? — Já, vissu- lega, því að úr því lagt er út í keppni, skal allt gert til þess að ganga af hólmi með sigur, því að keppni er til þess gerð að leggja sig fram. Annars svíkur maður and- stæðingana. En satt er það, að margt er þýðingarmikið í slíkri keppni, t. d. þá fyrst og fremst að fá sem flesta til þess að íðka holla íþrótt, sem stundum getur verið Iffs- nauðsynleg. Ef þú, lesandi góður, ert ekki orðinn syndur, þá reyndu að læra sund í sumar og prófa svo getu þína með þvi að synda 200 metrana. — Hvort sem þú ert syndur eða ekki, ræddu um sundið við fólkið heima hjá þér og fáðu það til þess að synda. Við það verða allir hressari og glað- ari — og öll yrðum við fjarska glöð, ef í haust yrði tilkynnt, að ísland hefði unnið Norrænu sundkeppnina. Þorsteinn Einarsson. NORRÆNA SUNDKEPPNIN 1969 339
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.