Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 46
T
S. H. Þorsteinsson:
Frímerki.
Fjárfesting.
Það er viðurkennd staðreynd
að fjárfesting í frímerkjum, sé
hún rétt framkvæmd, getur
gefið af sér svo ævintýralegar
tekjur, að bezt er að sleppa
öliu um slíka liluti, því að
slíkt er ekki á almennings færi,
og ])ví aðeins mögulegt. Hitt
er lika staðreynd, að fjárfest-
ing einstaklinga meðal almenn-
ings í frímerkjum, ef skyn-
samlega er að farið, getur gef-
ið betri eftirtekjur en nokkur
önnur fjárfesting. Þess vegna
er það, að alltaf eru fleiri og
fleiri að verða svo forsjálir að
nota þessa tegund fjárfesting-
ar til að gleðja með börn og
unglinga.
Svo kemur aftur hin hryggi-
lega staðreynd, að oft er þessi
fjárfesting eyðilögð af kunn-
áttuleysi. Unglingnum er af-
hent safnið áður en hann hef-
ur þekkingu og þroska til að
fara rétt með það og ávaxta
það. Hann eða hún fer að
nota það í skiptum fyrir önn-
ur merki, sem oft eru fallegri
en kannski lítils virði, og er
þá verðmætunum á glæ kast-
að. Það verður því að kcnna
þeim að nota verðlista við
skipti sín, og er það vorkunn-
arlaust, þar eð verðlisti er gef-
inn út í landinu yfir öll ís-
lenzk merki og slíkar gjafir,
sem rætt liefur verið um, eru
oftast í formi íslcnzkra fri-
merkja. Þá cr og aftur liitt,
að börnunum er ekki kennt,
þegar þau fá merkin afhent,
hvernig eigi að meðhöndla ])au.
Þetta orsakar oft, að þau lima
merkin beint inn i bækur með
lími þvi, sem er á baltlilið
þeirra, og þá eru hin ónotuðu
merki orðin skemmd og verð-
lítil. Sumir ganga jafnvel svo
langt í kröfum sínum um ó-
notuð merki, að ekki má sjást
far eftir frímerkjalimmiða á
bakhlið þeirra. Heldur má ekki
meðhöndla merkin svo, að í
þau ltomi brot eða þau verði
óhrcin. Því ættu þeir, er gefa
unglingum frímerki, alltaf að
ganga úr skugga um áður en
gjöfin er afhent, að viðkom-
andi hafi fullt vit á meðferð
frímerkja og sé svo ekki, ])á
sjá til, að slíkrar þekkingar sé
hent. Þetta er vandalaust. Á
flestum þeim stöðum, þar sem
æskulýðsráð eru starfandi, eru
sérstakir klúbbar eða flokkar
starfandi með leiðbeinendum
fyrir frímerkjasafnara og er
þar kennd meðferð frimerkj-
anna og hvernig skal haga sér
við söfnunina. Fyrir þá, sem
eru ekki á svæðum, sem gefa
möguleika til slíks, má benda
á, að til eru kennslubækur, að
vísu aðeins um frumatriði í
frimerkjasöfnun.
MedferÖ.
Því skyldi hver, sem gefur
unglingi frímerki, aulta verð-
mæti gjafar sinnar með því að
sjá til þess, að liún verði virt
og meðfarin eins og hún á skil-
ið, svo að liún verði þiggjand-
anum raunverulega að þeirri
ánægju og verðmæti, er til var
ætlazt.
Ef rétt er að farið, þá getui'
slik gjöf orðið i fyrsta lagi
fjárhagslega verðmæt, i öðru
lagi grundvöllur heilbrigðs
tómstundastarfs, í þriðja lagi
hjálpargagn við að kynnast
landi og þjóð með því að læra
að þekkja liverju sinni söguna
á bak við frímerkjaútgáfuna, i
fjórða lagi hjálpargagn í ein-
beitingu og uppbyggingu per-
sónuleika, við að vinna að
skipulagi safnsins og uppbygg-
ingu þess og í fimmta lagi
ástæða til ótal ánægjustunda
með safninu, sem ef vel er á
haldið verður góður félagi á
kvöldstundum, sem annars
liefðu getað orðið innihalds-
litlar.
Slík gjöf þeim til handa, er
aldrei verður frímerkjasafnari,
liefur lika sínar góðu hliðar. í
fyrsta lagi fjárhagslegt verð-
mæti og í öðru lagi ávöxtun
fjár á betri hátt en mögulegt
er í flestum eða öllum öðrum
tilfellum.
Þetta er þó því aðcins að
rétt sé að farið og þess gætt
að byggja upp skynsamlega
frímerkjasöfnun með gjöfinni.
Hvað skal gefa?
Nú kann einhver að spyrja,
hvað á þá að gefa? Eins og
áður var sagt, þá eru islenzk
merki tilvalin til slíkra hluta,
og með því að kaupa þau frá
einhverjum ákveðnum tíma er
stofninn fenginn. Það má allt-
af prjóna framan við hann. Við
erum svo heppin að búa í
landi, sem á miklum vinsæld-
um að fagna á lieimsmarkaðn-
uin og helzt því ávallt í góðu
og vaxandi verðmæti. Þó að
islenzk frimerki liafi liækkað
geypilega á undanförnum ár-
um, eiga þau þó eftir að liæklia
ennþá meira á næstu árum.
Ber þar öllum saman. í grein
nýlega i sænsku dagblaði er
liess getið, að íslenzk frímerki
séu að síast út úr landinu sök-
um þess að íslendingar vilji
ekki hleypa verði þeirra nóg
upp innanlands í hlutfalli við
verð þeirra á heimsmarkaði.
Þetta var rétt, en sem betur
fer er það ekki lengur. Áður
en við fengum okkar eigin
verðlista og fórum eingöngu
eftir erlendum listum, var hægt
að vinna okkur tjón með
rangri verðlagningu, en nú er
]>að sem betur fer eltki lengur
hægt.
Landið okltar á fyrir utan öll
önnur gæði þess, líka ]>að sem
gefur okkur ástæðu til að
byggja upp fyrst og fremst
innlent safn og varðveita það.
Svo að hrein föðurlandsást í
þessum efnum er vel launuð.
(Úr bókinni „Furðu-
lönd frímerkjanna".)
BRUNABÓTAFELAG ÍSLANDS
Laugavegi 103 — Sími 2 44 25.
UPPBYGGING SÖFNUNAR
. ■ ' i .Mlílsililsiiifcilila
aflað, áður en gjöfin er af-
342