Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 32

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 32
sem sífellt þurfti að safna um sig traustu og velmenntuðu starfsliði. Skrifarar gátu einnig lært húsa- smíði eða verkfræði og eftir það feng- ið störf sem byggingameistarar við hof, hallir eða pýramída eða við skipulagningu gatnagerðar eða skipa- skurða. Mjög snjall og virtur skrifari gat einnig átt þess von að verða tilnefnd- ur í ráðgjafaembætti, jafnvel ráð- herra í innsta liring starfsmanna far- aós. Egyptar komu einnig upp góðu tímatali. Þeir skiptu árinu í tólf mán- uði. Hver mánuður hafði þrjátíu daga, og hverjum degi var skipt í tutt- ugu og fjórar stundir. Myndin sýnir táknmálið fyrir orSiS Kleopatra. Pennahulstur notaS viS skrift- ir. ÞaS er meS holum fyrir litaS blek og hólfi fyrir pensla. > Yngstu lesendurnir. SKÓLATÍMI. „Tukka, tukka, tukka!“ tautar hún klukka. „Farðu á fætur, Teini." „Stattu þig nú Steini." „Það er kominn fótaferða- tími,“ sagði Teini. „Það er kominn fótaferðar- tími og bráðum skólatími," sagði Steini. Drengirnir stukku báðir fram úr rúminu. Þeir þvoðu sér í framan. Þeir þvoðu sér um hendurnar. Þeir burstuðu tennurnar. Þeir greiddu á sér hárið. Þeir burstuðu fötin sín. Þeir lögðu af stað í skólann. „Tukka, tukka, tukka,“ tautar hún klukka,- „Trítlar hart hann Teini. Stekkur litli Steini. Yfir hæð og hóla. Hlaupa þeir á skóla. Lesa þar og læra. Láta ei á sér bæra. Bjart er úti og inni. Eins og logi brynni. Sólin skín á sæinn. Sumarlangan daginn. Pétur og Páll og riqningin. Pétur er sex ára gamall. Páll er sex ára gamall. Pétur er kátur litill drengur. Páll er kátur lítill drengur. Einu sinni var mikil rigning. Pétur gat ekki farið út að leika sér. Páll gat ekki farið út að leika sér. Pétur sagði: „Hvað get ég gert?“ Páll sagði: „Hvað get ég gert?“ Pétur sagði: „Ég veit af pipu til þess að búa til með sápu- kúlur.“ Páll sagði: „Ég veit af pípu til þess að búa til með sápukúlur." Pétur sagði: „Ég verð að fá mér skál.“ Páll sagði: „Ég verð að fá mér skál.“ Pétur sagði: „Ég verð að láta vatn og sápu í skálina." Páll sagði: „Ég verð að láta vatn og sápu í skálina.“ Pétur sagði: „Sjáðu hvernig ég fer að búa til sápukúlur." Páll sagði: „Sjáðu hvernig ég fer að búa til sápukúlur.“ Pétur blés og blés oq bjó til sápukúlur, sápukúlur og sápu- kúlur. Þegar sápukúlurnar hans Péturs sprungu, þá hló hann. Þeir skemmtu sér vel og voru báðir sannarlega glaðir þessir litlu snáðar, þó það rigndi og rigndi og rigndi. Ryksuga Farandsali, scni seldi ryk- sugur og var reyndur og Jeik- inn í starfi sínu, stóð dag nokkurn skyndilega inni á miðju stofugólfi i litlu einbýl- ishúsi úti á landi. „Frú,“ sagði hann. „Eg get ekki stillt mig um að sýna yð- ur beztu ryksugu i heimi.“ „Það er og,“ sagði frúin og glotti. „Þér getið eltki efazt um það, frú mín góð. Okkar ryksuga fjarlægir allt rusl, sem kemur nálægt henni. Bókstaflega allt!“ Að svo mæltu kastaði hann handfyili af rusli og skít á liý- hónað gólfið og tilkynnti iiátíð- iega: „Ef ryksugan okkar fjarlægir ekki hvern snefil af þessu, þá skal ég éta draslið." „Jæja, ætlið þér að gera það?“ spurði frúin og lét sér hvergi bregða. „Ég ætla þá að bregða mér inn i eklliús andartak fyrst.“ „Hvers vegna?“ „Ég ætla bara að sækja pipar og salt handa yður, þvi ég skal segja yður eins og er: Það er ekkert rafmngn hér i húsinul" 328
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.