Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 11

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 11
Milt i morgunsári mcctast nótt og dagur. Hlcer i vorsins heiði hirninbláminn fagur. Einn er ég á erli, uni niður við sjóinn. Blcejalogn — og bátur burtu sérhver róinn. Litlar bláar bárur brotna upp við steina. Æður fleylir ungum inn á milli hleina. Ennþá man ég eftir ceskubjörtum stundum, á kolaveiðakcenum krakkarnir við undum. Bárum við í búið býsna margan dráttinn, fórum árla á fcetur, fengumst seint í háttinn. Fólkið bregður blundi og byrjar starfa nýja. Senn mun þögnin þoka, þama flýgur kria. Jón úr Vör. Blómleg bændabýli sáust á víð og dreif og kýr, kindur, hestar og ileiri húsdýr á beit í högunum. Ef til vill yrði nýja heimilið þeirra eitthvað líkt þessurn sveitabýlum. Er kornið var á áfanga- staðinn, stigu þau á skip á ný. En þetta skip var mörgum sinnum stærra en það, sem þau höfðu komið á frá íslandi. Á stóra skipinu áttu þau nú að fara alla leið til Ameríku, yfir þvert Atlantshafið. Þau höfðu verið sjóveik á litla skipinu, því að það valt svo mikið. En nú voru þau ekki nærri eins sjóveik, því að þetta stóra skip var stöðugt í rásinni og valt miklu minna. Lóa og systur hennar fengu oft að vera uppi á þilfari með for- eldrum sínum. Þar voru líka hin íslenzku börn og léku þau sér saman. Ýmislegt kom nú fyrir á hinni löngu sjóferð, sem til ævin- týra gat talizt fyrir börnin. Það var gaman að sjá, þegar skipsmenn- irnir voru að vinna á þilfarinu og klifra upp í reiðann. Einn dag, þegar Lóa og systur hennar voru að leika sér í glaða- sólskini á þilfarinu, vildi svo illa til, að full eplakarfa, sem tveir skipsmenn báru á milli sín, datt á hliðina ofan á þilfarið, og ultu eplin út um allt. Þá varð nú heldur handagangur í öskjunni. Allir krakkar, sem uppi voru, þustu upp til handa og fóta, til þess að handsama þau og tína þau aftur upp í körftina. Lóa og systur hennar tóku drjúgan þátt í þessum skemmtilega leik. Svo gáfu skipsmennirnir þeim öllum sitt eplið hverju í launaskyni fyrir hjálpina. Þetta var í fyrsta skipti, sem Lóa og systur hennar — og yfirleitt öll íslenzku börnin — sáu þennan girnilega rauða ávöxt, sem þið þekkið svo vel og hafið oft borðað. Þær stóðu hrifnar með rauðu kúlurnar í höndunum og tímdu varla að bíta í þær fyrsta bitann, því þær voru svo fallegar. Lóa stóðst samt ekki lengi freistinguna, en beit hikandi fyrsta bitann. Hann var svo góður, að hún vissi ekki fyrr til, en hún var búin að bíta aftur í eplið. En þá sá hún, að stórt skarð var komið í fallegu rauðu kúluna. Svo borðaði hún fyrsta eplið sitt upp til agna á svipstundu, en kjarnana lét hún út úr sér. Þetta var bezta sælgæti, sem hún hafði nokkurn tíma bragð- að. Og hin börnin voru henni alveg sammála. Stundum var lítið um að vera á þilfarinu og þá voru börnin, einkum þau minni, að rella í pabba og mömmu. Þau langaði þá í eitthvað til að leika sér að. En leikföngin þeirra höfðu orðið eftir heima á íslandi, hornin, leggirnir og skeljarnar voru skilin eftir í hlaðvarpanum, því að ekki var hægt að flytja það með sér í aðra heimsálfu. Einu sinni var Lóa eitthvað óróleg og rellin við pabba sinn. Þá fékk hann lienni vasahnífinn sinn til þess að leika sér að. Hún fór nú að leika sér að því að reyna að troða hnífnum ofan um rifu, sem hún sá á þilfarinu. Hún var þrautseig, sú litla, því að ekki hætti hún fyrr, en henni hafði tekizt að koma hnífnum ofan um rifuna. Þau voru heppin með veðrið yfir Atlantshafið. Það var lengst af mjög gott, sólskin og blíða, og gátu börnin oftast verið uppi við. Loks fóru þau að nálgast Ameríku, fyrirheitna landið, og nú sáu þau hilla undir strendur hennar einn morguninn, þegar komið var á fætur. Þann dag nálgaðist skipið óðfluga land og loks var siglt upp 307
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.