Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 28

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 28
FÖR GÚLLÍVERS TIL PUTALANDS ví næst fór höfðinginn á burt með fylgdarliði sínu. Ég svaf nálægt 8 stundum, því lækn- arnir höfðu eftir boði keisarans blandað svefnlyfjum í vínámurnar. Þegar þeir fundu mig í fyrstu sofandi á jörðunni, eftir að ég komst á land, þá er svo að sjá sem þeir hafi sent hraðboð um það til keisarans, og hann hafði þá skipað svo fyrir í ráðinu, að ég yrði bundinn niður, svo sem ég hef sagt frá, og gert var um nótt- ina að mér sofandi, að gnægð matar og drykkjar skyldi sent mér, og svo höfð akvél til að flytja mig á til höfuðborgarinnar. Keisari þessi á ýmiss konar flutningavélar á hjól- um til að flytja á stórviði og aðra þungavöru. Hann lætur oft sjálfur reisa herskip sín hin stærstu í skóg- unum, þar sem timbrið vex, og eru sum skipin svo löng, að þau eru 9 feta, og lætur hann svo flytja þau á þessum vélum eitt og tvö hundruð faðma til sjávar. Fimm hundruð timburmenn og vélameistarar voru þegar í stað skipaðir til að koma með stærstu vélina sem til var. Það var tréumgjörð, sem hafin var svo sem 3 þumlunga frá jörð, nálægt 7 feta löng og fjögurra feta breið, og rann á 22 hjólum. Ópið, sem ég heyrði, höfðu þeir einmitt rekið upp þegar vélin kom, og virtist hún hafa verið látin fara af stað fjórum stundum eftir landtöku mína. Hún var nú látin fram með hlið mér, þar sem ég lá. En nú var þrautin þyngri að lyfta mér upp og koma mér fyrir á akvél þessari. Til þess voru settir upp 80 stólpar, eitt fet á hæð, og sterkir strengir, ámóta digrir og seglgarn, voru festir með krókum við fjölda banda, sem flutningsmennirnir sívöfðu um hálsinn á mér, handleggi, úlnliði og ökla. Níu hundruð drógu nú þessa strengi með mörgum draghjólum, sem fest voru í stólpana og með þessu móti lánaðist þeim á tæpum þremur stundum að koma mér á loft og sveifla mér yfir á vélina og binda mig fastan á hana. Allt þetta var mér sagt á eftir, því að ég var látinn steinsofa meðan þeir voru að þessu. Fimmtán hundr- uð af stærstu hestum keisarans, sem voru nær hálf- ur fimmti þumlungur á hæð, voru látnir draga mig á leið til borgarinnar, sem var nálægt fimm hundr- uð föðmum í burtu, eins og ég gat um áður. Við fórum langa leið, það sem eftir var dagsins, en settumst að þar á veginum um nóttina, og stóðu þar þá 500 varðmenn á hvora hlið mér, og var annar helmingurinn með blys, en hin fylkingin með boga og örvar, tilbúin að skjóta á mig, ef ég reyndi að hræra mig. Næsta morgun við sólaruppkomu héldum við áfram ferðinni og vorum um hádegi eina 100 faðma frá borgarhliðum. Þangað kom þá keisarinn út á móti okkur með allri hirðinni. Á þessum stað, þar sem vélarvagninn staðnæmd- ist, stóð gamalt musteri. Það var stærsta húsið í öllu ríkinu. Það hafði saurgast fyrir nokkrum árum af óþokkamorði einu, og taldi þessi stranga siðvendnis- þjóð musterið því óhreint. í þessu húsi var mér fyrirhugaður bústaður. Dyrnar sneru í norður og voru nálægt 4 feta háar og nær tveggja feta víðar og gat ég vel gengið hálfboginn inn um þær. Begga megin dyranna voru smágluggar, ekki hærra en sex þuml- unga frá jörð, og í þann, sem vinstra megin var, festu járnsmiðir keisarans festi, sem þeir settu saman með járnfestum, 91 að tölu, álíka gildum og löngum, eins og þeim sem hafðar eru í Norðurálfunni við kvenúr, og allt saman fest um vinstri fótinn á mér með 36 hengilásum. Hinum megin við þjóðveginn, beint á móti musterinu, nálægt 10 álnum burtu, var dálítill turn, að minnsta kosti 5 feta hár. Upp í þenn- an turn steig keisarinn með mörgum helztu höfð- ingjum hirðarinnar, til þess að geta séð mig sem bezt, að því er mér var sagt, því sjálfur gat ég ekki séð þá. Svo taldist mönnum til, að hundrað þúsundir landsmanna kæmu þá þangað í sömu erindum, og þó að varðlið mitt ætti að gæta allrar reglu, þá hugsa ég, að þeir hafi stundum ekki verið færri en 10 þús- undir, sem voru á gangi ofan á mér í einu, og komu þangað upp stigana. En svo var birt stjórnarauglýs- ing, sem bannaði það, og lögð við dauðarefsing- Þegar menn þóttust þess öruggir, að ég gæti ekki losað mig, þá skáru þeir á öll böndin, sem um mig voru, og reis ég þá á fætur, og hef ég aldrei á ævi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.