Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1969, Page 40

Æskan - 01.07.1969, Page 40
Hvað viltu verða? í nokkrum bréfum til þessa þáttar er beðið um upplýsingar um kennslustörf og kennaramenntun og í einu bréfinu er beðið um yfirlit yfir íslenzka skólakerfið. — Þeg- ar barnaskólanum er lokið, tekur við tveggja ára skyldunám í unglingaskólum, en skólaskyldu er lokið á því ári, sem nem- endur verða 15 ára. Eftir það er írjálst val. T.d. geta nemendur með unglingapróf farið í 3. þekk miðskóla eða gagnfræða- skóla og einnig í nokkra sérgreinaskóla, t. d. húsmæðraskóla, stýrimannaskóla og búnaðarskóla. Miðskóiapróf, sem tekið er eftir 3. bekk mið- og gagnfræðaskóla, opnar nemendum fleiri brautir en unglingaprófið. Miðskóla- námið greinist nokkuð og munu lands- Kennari prófsdeildirnar vera nafntogaðastar, en ennfremur eru til í sumum skólum verzlun- ardeildir, verknámsdeildir og sjóvinnu- deildir. Gagnfræðapróf er tekið eftir nám í 4. bekk gagnfræðaskólans og veitir það nokkru meiri réttindi en miðskólaprófið, annað en landspróf, t.d. veitir það rétt til setu í Tækniskólanum. Kennaraskóli er einn íil á landinu og er krafizt landsprófs íil inngöngu í hann, en undanþága hefur þó verið gerð með nem- endur með gott gagnfræðapróf. Kennara- próf er tekið eftir 4 vetra nám, en stúdents- próf er unnt að taka úr kennaraskólanum eftir eins vetrar viðbótarnám eftir kennara- próf. í skólanum er einnig deild íyrir stúd- enta, sem vilja taka kennarapróf og þurfa þeir einn vetur til þess náms. — Ennfrem- ur er starfandi í kennaraskólanum tveggja vetra framhaldsdeild eftir kennarpróf. — Deild fyrir handavinnukennara er einnig í skólanum og er námstími þar jafnlangur og inntökuskilyrði hin sömu. Auk kennaraskólans eru til ýmsir aðrir skólar, sem veita kennsluréttindi, t. d. Há- skóli Islands, sem útskrifar kennara íyrir KENNARAMENNTUN [Tj Skólaór Deildnrskipting Valfrelsi nórosgrelna Verkleg þjóifun O tokapróf ^ Réttur til hótkólanáms Þ Réttur til sérfrœðináms X Inntökupróf 336

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.