Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 53

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 53
Brúðkaupið í Monaco það er sumardagurinn fyrsti 1956. Vorþeyrinn er sem óðast að eyða fönnunum i Esjunni og börnin í Reykjavík ganga skrúðgöngur. ARir eru í sólskinsskapi, sumarið er að koma. -— Suður á Miðjarðar- hafsströnd, i dvergrikinu Mon- aco, eru menn líka í hátíða- skapi. Þau eru nefnilega að gifta sig, leikkonan Grace Kelly og Rainier, fm'sti af Monaco. Veizlan stóð í viku og það er mál manna, að sjaldan hafi verið haldið veglegra hrúðkaup í Evrópu. Ferðamenn og boðs- gestir hafa undanfarna daga streymt livaðanæva að, og á meðal þeirra má kenna Farouk, fyrrum Egyptalandskonung, Aga Khan og fleiri þeirra líka. Og Louis Armstrong lók með hljómsveit sinni fyrir Monaco-búa dag og nótt, enda dansað á öllum torgum og strætum hæjarins. Gistihúsnæði allt var löngu upppantað og gífurieg umferð var á öRum nærliggjandi vcgum. Blóma- skreytingar, bæði utanliúss og innan, voru geysimiklar, erlend- ir skreytingamenn, m.a. einn frá Reykjavík, raunar Jiol- lenzkur, voru fengnir í vinnu i furstahöllinni. lteykvíkingur- inn var Ringelberg i Rósinni, sem fiestir liér þekkja, mjög vandvirltur og smekkvis hlóma- skreytingamaður. Talið var, að blómin, sem notuð voru til ut- anhússskreytinga, Jiafi Jsostað um 30 milljónir ísl. Jtróna! Dagblöðin í Monaco skýrðu fi'á því seinna, að frimerkin, sem gefin voru út í tilefni brúðkaupsins, Iiefðu Jjorgað allt betta umstang. Langar biðrað- lr mynduðust við frímerkja- sölurnar og slagsmál lwutust út oftar en einu sinni. Það virð- ist því geta komið fyrir, að frí- nierltjasöfnurum geti hitnað í bamsi, þótt þeir fái yfirleitt °rð fyrir það, að vera þolin- ^nóðir. Monaco er furstadæmi á Mið- .íarðarliafsströndinni, aðeins um 20 ferkílómetrar að stærð og ihúafjöldinn tæp 29 þúsund. Aðalteltjulindir Monaco-húa eru ferðamenn, frímerltjaútgáf- ur og spilavíti. Frægast af þeim siðasttöldu er Monte-Carlo. — Höfuðborgin er Monaco með um 3 þúsund ibúa, en Monte- Carlo bærinn telur 13 þúsund ihúa. Náttúrufegurð og þægi- legt loftslag hafa gert Monaco að mjög eftirsóttum ferða- mannastað. Svo skulum við víkja að furstahjónunum: Grace Kelly er mjög fræg leikkona, dóttii' milljónamærings í Pennsylva- níu í Ameríku. Hún stundaði iþróttir, svo sem sund og skíða- ferðir, en málar vatnslitamynd- ir i frístundum sínum. Rainier fursti er einnig íþróttamaður, einkum þótti liann snjall kappakstursmaður og átti yfir 10 mismunandi gerðir kappakstursbíla. Einnig liefur hann áhuga á köfun og myndatökum neðansjávar. — Hann var fyrir giftinguna tal- inn eftirsóttasti piparsveinn í Evrópu og voru oft nefndar ýmsar konur sem konuefni hans. En hann skágekk alltaf konur, þar til hann hitti Grace Kelly, er lmn kom til Monaco í sambandi við kvikmynda- hátiðina í Cannes. Það Varð ást við fyrstu sýn hjá báðum. 349
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.