Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1969, Síða 18

Æskan - 01.07.1969, Síða 18
Fyrir tvö þúsund árum var auðmaður í Rómaborg, sem átti þræl sem Andrókles hét. Hann fór svo illa með þennan þræl sinn, að hann strauk loksins frá honum. Hann komst til Afríku og ætlaði einu sinni að fela sig í helli einum, en þá lá Ijón inni í hellinum. Þá varð Andrókles yfir sig hræddur, en Ijónið hljóp ekki á hann, held- ur stóð hægt upp, haltraði til hans og lagði stóran framfót sinn í hönd hans. Þá sá Andrókles, að þyrnir hafði stungizt í fótinn og sat þar fastur. Hann dró þyrn- inn út með gætni og þvoði sárið með vatni á eftir. Ljónið lét í Ijós þakklæti sitt með því að sleikja hönd Adróklesar og láta hann strjúka sig og kjassa. Þau urðu fljótt innilegir vinir og bjuggu saman í hellinum. Andrókles saddi hungur sitt af dýrum, sem Ijónið drap og dró að. Andrókles og LJÓNIÐ Eina nótt fór Ijónið á veiðar, en kom ekki aftur. Litlu síðar var Andrókles einnig tekinn fastur. Hann var bundinn og fluttur til húsbónda síns í Róm. í hegningarskyni fyrir strokið dæmdi húsbóndinn hann til að berjast við villidýr í hringleikahúsi. Dagur leikanna nálgaðist. Andróklesi var fengið sverð í hönd og settur inn á mitt sviðið. Svo var opnað búr, sem stærðar Ijón hljóp út úr. En áhorfendur urðu sem steini lostn- ir, þegar þetta mikla dýr lagðist auðmjúk- lega við fætur Andróklesar, sleikti hendur hans og öskraði hátt af fögnuði og lét hann gæla við sig. Allir fórnuðu upp höndum af hrifningu og vildu vita hvers vegna þetta gat átt sér stað. Andrókles sagði frá reynslu sinni. Af þessu urðu allir svo hrifnir, að honum var gefið frelsi og Ijónið þar að auki. Hann sýndi hið tamda dýr, sem vann fyrir sér upp frá því. K. G. áliyggjufullur um, að hann ljúki henni vart, áður en skilafrestur rennur út. Ég vænti hans heim með síðustu lest i kvöld.“ Þær gengu eftir veginum heim til gömlu konunnar. Frú Bentson var djúpt niðursokkin í hugsanir sinar og Björg sá hryggðarsvip færast yfir andlit hennar. Þær gengu alveg þegjandi siðasta spölinn heim að liúsinu, því Björg vildi ekki trufla liugsanir hennar. Þegar þær komu að dyrunum sagði frúin: „Mér þætti vænt um, að þú kæmir inn og fengir þér tebolla, ef þú mátt vera að því.“ Björg þá það, hélt á körfunni inn og lijálpaði henni við að ná f bolla og setja vatn i ketilinn. Skömmu síðar sátu þær og létu fara vel um sig í stofunni, en þar var mikið af pappír og bók- um og eins og áður er sagt, var ekki allt í sem skipulegustum röðum. Nú gat Björg ekki stillt sig lengur um að spyrja: „Eigið þér sonardóttur?" Gamla konan kinkaði kolli til samþykkis. „Er hún eldri eða yngri en ég?“ „Hún er lítið eitt eldri.“ „Hvers vegna er hún ekki hér? Er hún einlivers staðar i skóla?“ „Hún dvelur á heilsuhæli í Sviss, því hún er mikill sjúklingur. Við vonum, að hún fái lieilsuna aftur, en þar er þó aðeins um von að ræða. Þessi stúlka, sem heitir Lisbet, er því sorgarefni í lífi sonar mins og þau eru fleiri en eitt, því er nú verr. Hjóna- band lians fór út um þúfur og á sömu leið fór með það lífs- starf, sem hann hafði lagt svo mikið á sig til að fullnuma sig i. Svo varð Lísbet veik, en við höfum bara engin efni á ]>ví að kosta hana á þetta dýra hæli, sem er þó cina athvarfið til að bjarga lífi hennar." Hún liristi liöfuðið og þvingaði fram bros. Síðan sagði hún: „En svo sit ég liér og segi raunasögu mina. Ég ætti vissulega ekki að vera að þyngja svona indælli stúlku með mínum vanda- málum.“ „Segið þetta ekki,“ sagði Björg með hluttekningu. „En hvaða starf var það, sein liann liafði búið sig undir?“ „Hann ætlaði sér að verða læknir og var orðinn það. Hann lauk einu bezta embættisprófi, sem tekið liefur verið hér við háskólann. Hann var harðduglegur, iðinn og hugkvæmur. Fram- tíðin brosti við honum og liklega væri liann orðinn einn af okk- ar færustu skurðlæknum, ef lijónaband lians liefði ekki farið úr skorðum. Og jiess vegna býr hann nú hér ásamt sinni öldruðu móður. Það átti vissulega ekki að vera svo, cn mér fannst það vera skylda min að stuðla að þvi, að hann kæmi fótum undir sig á ný. Hann er mikill tónlistarmaður og tónskáld, en er aldrei ánægður með sjálfan sig, því erfiðleikarnir hafa nærri yfirbugað hann. Prófessorarnir hrósuðu honum mikið og liann var eftir- sóttur læknir. Svo kvæntist hann Helgu og frá þeirri stundu fóru hlutirnir að ganga úrskeiðis fyrir lionum. Eftir að þau sltildu, liætti hann störfum á sjúkraliúsinu og fór sem skipslæknir i ferð til Austurlanda. En það var vitanlega til að komast í bili brott frá þeim sorgum, sem þjökuðu hann. En þá vildi nú svo til, að hann sigldi aftur inn i þær sorgir, sem liann var að flýja, ef svo undarlega mætti að orði komast. Ég veit ekki, livort ég á að segja þér allt þetta, en stundum getur verið léttir að því að tjá hugsanir sínar. Manni léttir við að sitja og tala við einhverU i trúnaði, ekki sizt þegar um svo indæla og skynsama stúlku er að ræða, sem þú ert.“ Frú Bentson þagnaði, en liélt svo áfram sögu sinni: „Maður- inn minn var læknir, mjög góður læknir, duglegur, samvizkusamur og velviljaður sjúltlingum sínum. Hann var einnig góður drengn- um okkar og liann liafði ríka ábyrgðartilfinningu gagnvart fjöl- skyldu sinni. Hann fékk góð laun og við höfðum næga peninga, þegar Birgir var liálfnaður með nám sitt og það var fyrsta alvarlega áfall okkar. Maðurinn minn liafði varið peningum sin- um i nokkur fyrirtæki og áleit það hyggilegustu ráðstöfunina, svo að ég gæti lifað af arði Jieirra og Birgir gæti lokið námi sínu á liæfilegum tima og orðið arftaki föður síns í starfi. Eg átti frænda, sem var málfærslumaður. Hann var að vísu góður maður, en lét gjarnan leiðast á villigötur. Ég hafði ekki liugmynd um, að peningamál lians væru i megnast ólagi og nokkur tínn leið svo, að ég hafði engan grun um, að liann hefði misnotað s<h' yfirráð yfir mínum peningum. Morgun einn sá ég lát lians til- kynnt í blaði og þetta kom allt i ljós. þegar farið var að gera UPP reikninga hans. Næslum ekkert var eftir af eignum minum. Nu vorum við orðin fátæk og ég varð að fá mér atvinnu til þcsS að Birgir gæti lialdið áfram námi sínu við háskólann. Og það verð ég að segja, að Birgir brást livergi vonuin inínum. Hann var mj°S duglegur og gerði allt, sem liann gat til að hraða náminu. Hann reyndi einnig að fá sér aukastörf samliliða því. En samt urðum við að flytja úr stóru, glæsilegu íbúðinni oliltar í aðra minni, cn það jók aðeins samheldni okkar. En — liví er ég annars að segJa þér þetta allt? Ég veit raunar ekki hvers vegna ég gcri það. Ég vona aðeins, að þú misskiljir mig ekki, er ]iað?“ Björg fullvissaði hana um, að liún reyndi að skilja liana af öH- um mætti. Hún skildi, livað gamla konan liafði orðið að þjast sem móðir og livað liún þjáðist sem amma vegna barnabarnsins veika, sem var í sjúkrahúsi í Sviss og var i rauninni liið eina, sem Birgir liafði fyrir að lifa á jörðu liér. Öllu öðru liafði hann tapaðí Framhald í næsta blað'- 314

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.