Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 48

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 48
í Mikið hefur verið sagt og skrifað um Mary Hopkin, kennslukonuna, sem varð fræg svo að segja á einni nóttu. Ferill Mary hefur verið sem ævintýri. Lag hennar „Those were the days" sló í gegn svo um munaði í flestum Evrópulöndum, og á síðustu mánuðum hefur hún lítið ann- að gert en að sitja inni í stúdióum og ferð- ast. Mary hefur breytzt mikið frá því að hún fór úr kennslustofunni. og þar til nú. Hvað hún vill, veit hún þó vel. Hér á eftir mun ég reyna að sýna í stuttu máli, hvert Mary Hopkin stefnir. VINSÆLDALISTINN Nýjasta lag Mary „Goodbye“ var fyrir stuttu í öðru sæti og var þá „Get back,“ lagi. Bítlanna í fyrsta sæti vinsældalistans í Englandi. Mary var ekkert miður sln vegna þess og sagði: „Aðalatriðið er að vera afkastamikil og virt sem söngkona, sæti nr. 1. eða 2. skiptir engu rnáli." VIÐTÖL „Viðtöl eru ekki leiðinleg ef fólk spyr spurninga sem hafa þýðingu. Það er leiðin- legt að tala um föt, snyrtingu og stráka. Ég skil ekki hvernig fólk getur haft gaman af slíku. Spurningum um sjálfa mig sem persónu geri ég ráð fyrir að þurfa að svara, en þetta setur hlutina úr skorðum. ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI Músik er það sem skiptir mestu máli. „Those were the days,“ hefur t. d. mikið að segja fyrir mig. Ekki svo að skilja að ég ætli að lifa á fortíðinni, því ég er rétt að byrja. Ef ég ætlaði að syngja öll gömlu lögin að ári liðnu, þá kæmist ég hvergi. Ég verð aldrei ánægð með þá músik sem ég geri, ég vil alltaf bæta við. RÖDDIN Röddin þarf að vera rétt, svo að ég þurfi aldrei að hafa áhyggjur út af henni. Ég meina ekki tæknilega séð, heldur músik- lega. Lag vil ég syngja eins og það kemur fyrir. Þannig koma áhrifin — tilfinningin. Ég vil ekki syngja lag eða neitt við texta sem hefur enga þýðingu, mér líkar ekki þvæla. ÞJÓÐLÖG Þjóðlög hafa oft svo mikla meiningu, þar að auki fæ ég innri kraft og ánægju, þegar ég syng þau. Ég er bara alls ekki á pop-línunni, og þess vegna syng ég ekki pop-lög. Þau hafa enga þýðingu fyrir mig. Lagið „Good- bye,“ til dæmis, er ekki eins mikils virði fyrir mig og mörg önnur. Það er gott lag en hefur enga þýðingu. SAMNINGAR Það er svo margt sem ég er svo þakk- lát fyrir, og eina sem angrar mig núna, er að ég get orðið svo flækt i frægðarferil minn að ég verð bundin í næstu tíu ár. Ég vil ekki sjá blaðasnepla sem geta haldið mér lengur en sex mánuði ( senn. ÞAÐ SEM ÉG VIL Ég vii alltaf framkvæma þá hluti sem ég trúi á, á hverjum tíma. Ég vil vera algjör- lega heiðarleg, ánægð og ég vil geta sagt „GOODBYE" (bless) þegar mig langar til- Sigurður Garðarsson. Bitillinn Paul McCartney uppgötvaði Mary Hopkin og fékk hana til að syngja inn á hljómplötu. Þessi fyrsta plata gerði hana strax að stjörnu, sem hefur náð svo mikill' hylli á skömmum tíma, að undrun sætir. 344
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.