Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 34
Tunmid
Ef tunglið væri sett niður á jörð-
ina, myndi þaö þekja flöt, sem
væri 3475 km a3 þvermáli.
Uppruni tunglsins er mikið vísinda-
legt rannsóknarefni. Ein af mörgum
kenningum, sem settar hafa verið fram,
er sú, að máninn hafi þeytzt úr jörð-
inni og skilið eftir holu í hana, þar
sem Kyrrahafið er nú. Önnur kenning er
á þá leið, að tunglið hafi verið ejálfstæð-
ur hnöttur, sem hafi komið of nærri
Tunglið er
tæpl. 27daga
og 8 stundir
að fara kring-
um jörðu.
Tunglið hefur margan heillað.
Elztu sagnir um manninn bera með
sér, að tunglið hefur heillað hann. Það
hefur átt drjúgan þátt í lífi hans. Á
öllum stigum siðmenningar hefur það
verið notað til tímatals. Dagatal mánað-
arins er miðað við hringferð tunglsins.
Gróðursetningartími og vissir helgisiðir
hafa verið miðaðir við kvartilaskipti
tunglsins.
Tunglið, sem er eðlilegur fylgihnöttur
og næsti nágranni okkar í geimnum,
er nær fjórum sinnum minna en jörðin
og er að meðaltali í 382168 km fjar-
lægð frá jörðu. Ef íunglið væri sett nið-
ur í vesturhluta Bandaríkjanna, næði
það frá borginni San Francisco á vest-
urströndinni til borgarinnar Cleveland í
Ohioríki, en þetta er 3475 km vega-
lengd.
Uppruni tunglsins er mikið vís-
indalegt rannsóknarefni.
jörðu og verið ,,gripið“ af aðdráttarafli
stærri hnattarins.
Við, íbúar jarðarinnar, sjáum aðeins
aðra hlið tunglsins. Þetta stafar af því,
að á leið sinni kringum jörðinasnýst það
einnig um sjálft sig, og vísar ávallt
sama hlið þess að jörðu. Tunglið er
27 daga, 7 stundir og 41 mínútu að fara
kringum jörðu. Á meðan snýst það að-
eins einu sinni í hlutfalli við sólu. Þann-
ig jafngildir einn dagur á tunglinu um
tveggja vikna tíma hér á jörðu. Tunglið
er dimmur hnöttur ogendurkastaraðeins
sólarljósinu. Vísindamenn segja, að
máninn sé í raun og veru dökkbrúnn á
lit, en þar eð horft er á hann gegnum
gufuhvolf jarðar virðist hann silfurlit-
aður eða rauðgulur. Þegar íunglið sezt
eða kemur upp, virðist það rauðara,
af þvi gufuhvolf jarðar er þykkara út
við sjóndeildarhringinn og útilokar silf-
urlituðu yeislana.
Okkur virðist tunglið breyta um stærð
og lögun á skipulagsbundinn hátt.
Þessar breytingar, er okkur virðast eiga
sér stað, kallast kvartilaskipti. Fyrsta
Tunglið er oft fagurt á að líta.
kvartil nýs tungls, sem sést alls ekki,
„stækkar" upp f fullt tungl á um það bil
tveim vikum. Síðan „smáminnkar“ það
niður í hálfmána þriðja kvartilsins, og
síðan niður í hið ósýnilega kvartil hins
nýja tungls og endurtekur þannig röð-
ina.
Áhrif tunglsins á höfin mynda
tvenn sjávarföll á dag.
Aðdráttarafl tunglsins nemur einum
sjötta af aðdráttarafli jarðar. Hlutur,
sem vegur um þrjú kíló á jörðinni myndi
330