Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 12
mynni St. Lawrence-fljótsins og landfestum varpað I Halifax. Var
það mánuði eftir að ferðafólkið lagði af stað frá íslandi.
Fyrst var fólkinu skipað upp í innflytjendahúsið og þar var það
um nóttina. Næsta morgun lagði það af stað með járnbraut vestur
á bóginn. Nú var þotið á ný gegnum skóga, yfir sléttur, akra og
engi, fram hjá borgum, þorpum og bændabýlum, alla leið inn í mitt
Kanada, til Winnipeg í Manitóba. Þar bjuggu þá og búa enn
margir íslendingar. Nokkuð af leiðinni var reyndar farið á skipi,
eftir stórvötnum Norður-Amen'ku.
Winnipeg er nú fyrir löngu orðin stór og falleg borg, sem hefur
hundruð þúsunda ibúa. En þá var hún aðeins smábær, óreglulega
byggður, en þó í hröðum vexti, eins og flestar borgir Ameriku á
þessum landnámsárum.
Nokkrum árum fyrr hafði hinn svonefndi „stóri hópur", sem í
voru mörg hundruð íslenzkra vesturfara, farið frá íslandi „vestur
um haf“ og setzt að á óbyggðu landi, talsvert fyrir norðan Winni-
peg, á suðvesturströnd Winnipegsvatns, beggja megin við fljót það,
er rennur þar út í vatnið. Var nýlenda þessi nefnd „Nýja ísland“
og fljótið „íslendingafljót."
Landslagi var þannig háttað við Fljótið — eins og það var nefnt
í daglegu tali —, að skógivaxnar öldur skiptust á við mýrarsund
og flóa.
Til þessarar íslenzku nýlendu beindu nú íslenzku landnemarn-
ir för sinni. Farið var ýmist á uxavögnum, eins og þar var siður, þar
sem járnbrautir voru eigi komnar, eða á skipi eftir Rauðá og
Winnipegvatni. Loks komust þau að íslendingafljóti og þar hóf
pabbi Lóu smíði bjálkakofa, sem átti að vera heimili þeirra næstu
árin, en síðar byggði hann gott íbúðarhús.
Hann nam land eftir settum reglum, fór að fella skógartrén, til
þess að byggja úr þeim húsið, og þegar því var lokið, fór hann að
rífa upp stofnana og ræturnar af trjánum, sem eftir voru niðri í
jörðinni, þegar búið var að saga ofan af þeim og fella aðaltréð.
Hann brá keðju um trjástubbinn og beitti svo uxum fyrir og reif
á þann hátt upp hverja rótina af annarri. Þarna var þá komið rjóð-
ur I skóginum, kringum bjálkakofann, og þarna ræktuðu þau
hjónin, Sigurður og Þórunn, foreldrar Lóu litlu, garð og tún, garð
með kartöflum og alls konar grænmeti og svo tún og akur, sem smá-
stækkaði eftir því sem árin liðu og Sigurður gat fellt fleiri tré.
Þarna ólust þau svo upp, Lóa litla og systkini hennar, og fóru
snemma að hjálpa til í lífsbaráttunni utanhúss og innan, en áttu
líka margar glaðar og góðar stundir við leik og starf, þroskuðu sitt
íslenzka eðli við erlenda náttúru og kjör og urðu góðar og þrosk-
aðar manneskjur, sem ætíð voru sér og landi sínu og þjóðerni
til sóma, hvar sem þær komu.
Nú ætla ég að segja ykkur, börnin góð, nokkur af ævintýrum
þeim, er Lóa litla rataði í, ýmist ein eða I félagi með einhverju af
systkinum sínum, sem henni þótti mjög vænt um, enda kom þeim
vel saman.
Næst: FYRSTU JÓLIN
Ný frímcrki.
Hátíöarfrímerki
Sérstakt hátíðarfrímerki kom
út í tilefni þess, að 17. júní s. I.
var aldarfjórðungur liðinn frá
því island varð lýðveldi.
Lýðveldið var stofnað á Þing-
völlum 17. júní 1944, fæðingar-
degi Jóns Sigurðssonar. Er 17.
júní þjóðhátiðardagur íslend-
inga.
Myndin á frímerkinu er teikn-
uð eftir hátíðarmerki því, er gert
var 1944 af Stefáni Jónssyni og
sýnir islenzka fánann ásamt
upprennandi sól, en frímerkið
teiknaði Haukur Halldórsson
teiknari. Eru frímerkin tvö að
verðgildi 25 og 100 kr., marglit
og prentuð sólprentunaraðferð
hjá Curvoisier s. a. í Sviss.
308