Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 14
Það var liðið fram yfir liádegi, þegar þær vöknuðu.
Mínu óx kjarkur í dagsbirtunni. Hún skolaði hrísgrjón-
in í ánni, setti þau í sprungna pottinn og kveikti eld undir
honum. Þegar þær höfðu gætt sér á hrísgrjónunum, varð
Jang meira að segja bjartsýn. Þær lögðust aftur til svefns.
Þegar þær vöknuðu, var tekið að rökkva. Þær átu það,
sem eftir var af hrísgrjónunum og héldu síðan ferðinni
áfram.
Sú nótt leið, sem hin fyrri. En telpurnar voru orðnar
hugrakkari en áður. Allan næsta dag földu þær sig í frum-
skóginum. Þær sáu nokkrum bátum róið upp ána og aðra
þjóta niður hana með straumnum. Þær þóttust sjá Aw-
ang Uda og nokkra þorpsbúa í einum bátnum. Á þeim
eyðilega stað fannst Jang svipur hans vera jafnvel vingjarn-
legur. Og hana langaði að kalia til hans. En Mína hnippti
í hana áður en hún kæmi sér til Jaess. Og þegar dimmt var
orðið héldu þær ferðinni áfram.
Litlu telpurnar tvær héldu áfram för sinni niður ána
í liðlega viku. Á daginn leyndust Jrær í skóginum. Á nótt-
inni létu þær berast niður ána í bátkænunni í myrkrinu.
Að morgni níundu næturinnar blasti undarleg sjón við
Jjeim. Áin breikkaði ótt un/. fjarlægðin milli bakkanna
var orðin um ein míla. Þorp stóð við Jtorp á árbökkunum
eins langt og augað eygði. Og eyjarnar í ánni voru meira að
segja byggðar og vaxnar pálmum. Langt í fjarska sáust ein-
hverjir stórir og hvítir og rauðir hlutir. Það voru hvít-
máluð hús úr tígulsteinum með rauðum þakhellum, und-
arleg mannvirki í augum telpnanna tveggja, sem aldrei
höfðu litið þeirra líka.
„Ó, Mína, við skulum fara aftur inn í frumskóginn,"
hvíslaði Jang örvita af liræðslu.
„Nei, Jietta hlýtur að vera Fekan," sagði Mína hug-
hreystandi. „Hérna hljóta mennirnir úr stjórninni að eiga
heima. Við verðum að halda áfram. Frumskógurinn er
að baki okkar, og við getum ekki lengur falið okkur. Þeir
eru góðir menn og verða góðir við okkur.“ En Jmtt hún
bæri sig borginmannlega, höfðu runnið á hana tvær grím-
ur. Gátu þær verið vissar um, að hér biði Jreirra betra hlut-
skipti en í þorpinu, sem Jiær höfðu flúið?
„Ég er hrædd. Við skulum snúa við,“ hrópaði Jang
og fór að skæla.
„Hvaða vitleysa. Við getum ekki snúið við,“ sagði systir
hennar. „Við eigum engan mat eftir. Og hvað segirðu um
Awang Uda. Allt er betra en að fara aftur til hans. Áfram,
róðu.“
Jang maldaði ekki meira í móinn, en lét berast áfram
af sterkum vilja systur sinnar. Hún horfði á raðir hús-
anna á árbakkanum. í hennar augum mynduðu þær mikla
borg, í senn lokkandi og ógnvekjandi, þótt aðeins stæði
þar fátæklegur bær.
Loksins reru þær bátkænunni upp að bryggjunni. Þær
bundu hana og stigu á land. Þær störðu undrandi í kringí
um sig. Húsin, búðirnar og göturnar voru hreinlegar og
stungu í stúf við óhreinindin í [mrpinu þeirra. Þeirn Jióttu
húsin vera höllum lík. Alls konar fólk var á ferli, ekki að-
eins Malajar, heldur líka Kínverjar og Indverjar. Telp-
urnar litlu ávörpuðu tvo Malaja, sem á vegi þeirra urðu.
„Er Jjetta staðurinn, þar sem mennirnir úr stjórninni
eiga heima?“ spurði Mína.
„Og ef svo er, hvað viltu Jjeim?“ spurði maðurinn.
„Mig langar til að tala við þá,“ svaraði Mína.
Maðurinn hló.
„Ogum hvað ætlar J)ú að tala við þá?“ spurði mað-
urinn.“
„Við eiguni erindi við Jrá,“ sagði Mína og lagði á-
herzlu á orðin.
Maðurinn sneri sér að fólkinu, sem safnazt hafði sanv
an umhverfis þær. „Sjáið ])ið til,“ tók hann til máls.
„Þetta barn hlýtur að vera kóngsdóttir í álögum. Hún á
mikilsvert erindi við stjórnina. Ef til vill er hún að leita
sér að eiginmanni?“
„Þegiðu, þegiðu og farðu með okkur til stjórnarinn-
ar,“ lirópaði Mína.
Maðurinn þóttist verða skelfingu lostinn.
„Miskunnið mér,“ æpti hann ogknékraup þeim.
„Hvaða bær er jætta?" hrópaði Mína. „Allir virðast
vera brjálaðir hér.“
I Jreim svifum kom malajskur lögreglujtjónn á vett-
vang. Þegar hann heyrði erindi telpnanna litlu, vísaði
hann fólkinu á brott. Telpurnar litln fór hann með á
minn fund.
Nokkru síðar, Jiegar telpurnar tvær höfðu gengið úr
skugga um, að embættismenn stjórnarinnar lnella ekki
lítil börn, höfðu ])ær setzt á kné mér og voru farnar að eta
góðgæti, sem ég hafði látið færa þeim. Þær sögðu mer
sögu sína.
Saga Jreirra hlaut góðan endi. Það var sent eftir Aw-
ang Uda. Þegar liann liafði farið J^essar 129 mílur niðm'
ána til Fekan, gekk hann fyrir mig skjálfandi af ótta. Þeg-
ar ég hafði sagt honum, hvað mér fannst um framferði
hans, skalf hann enn meira. Ég fól hann í hendur varða
laganna. Honum var gert að greiða Jtunga sekt. Hann hélt
aftur heim til sín reynslunni ríkari.
Okkur tókst að hafa upp á nokkrum ættingjum telpn-
anna tveggja. Og J)eir tóku að sér þessar tvær litlu vinkon-
ur mínar. Ég treysti J)ví, að J)ær hafi hlotið gott uppeld1
og að allt hafi leikið í lyndi að lokum. Síðast Jtegar ég sá
Jtær, var Jang að verða stór stúlka og fríð, en Mína vai
enn lítil og grnn. En ég Jiykist vita, að jafn hugrökk
stúlka og Mína rati leiðina til lífshamingju, þótt hnn
verði mönnum ekki augnayndi.
Sigurbjörg Grímsdóttir þýddi.