Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 20
konunnar var sökkt niður í gjá eina öjúpa og maður
hennar varð að fara sömu leiðina, en eina krukku
af vatni og 7 smábrauð fékk hann í nesti. Síðan var
stórum steini velt yfir opið á gjánni. — Mér fannst
þetta vera svo hörmulegur ósiður, að ég gat ekki
orða bundizt, þegar ég kom næst á konungsfund. —
„Já,“ sagði kóngurinn. „Þessi siður hefur verið
fastur hér á þessari eyju frá ómunatíð og honum
verða allir að hlíta.“
„Og einnig útlendingar?“ skaut ég inn í.
„Já, einnig þeir,“ svaraði hann. —
Nú skal farið fljótt yfir sögu. — Konan mín and-
aðist úr óþekktum sjúkdómi aðeins hálfu ári síðar.
Ég varð nauðugur að fylga henni niður í gjána með
vatn og brauð sem nesti. — í tvo daga lá ég næstum
magnþrota af hræðslu þarna niðri í klettagjótunni.
— Þá var vatn mitt og brauð þrotið og ég tók að ráfa
um þennan óhuganlega stað. Þá var það allt í einu
að ég varð var við eitthvað á hreyfingu og heyrði lágt
urr, svipað og í hreysiketti. Ég gekk á liljóðið og eftir
langa göngu sá ég Ijósglætu framundan. Er ég kom
nær, sá ég skugga af einhverju dýri bregða fyrir ljós-
ið og hverfa þar út. Sá ég þá að þetta var smásprunga
í klettavegginn og eftir mikla áreynslu tókst mér
að víkka hana svo mikið, að ég gat þrengt mér þar út
í gegn og hafði ég þá aftur heiðan himininn yfir
höfði mér.
Ég féll strax á kné og lofaði drottin minn
fyrir frelsið, og síðan tók ég á rás niður að ströndinni,
sem var þarna ekki langt frá. Saddi ég einnig hung-
ur mitt með ávöxtum sem þarna var nóg af á trján-
um. Ég tók nú að hugsa ráð mitt. Ég var hér allslaus
á ókunnum stað og algerlega félaus. — Þá kom mér í
hug að ég hafði séð mikið af gimsteinum og skart-
gripum inni í hellinum hjá líkunum. Höfðu þessir
dýrgripir verið látnir fylgja með líkum hinna auð-
ugu og ríku niður í þessa hinztu hvílu þeirra. — Þrátt
fyrir ógeð mitt á því að fara þarna aftur inn, gerði
ég það þó, því að engir vegir eru færir íélausum
manni. — Birgði ég mig upp af gimsteinum, eins
miklu af þeim og ég gat komizt með í vösum mínum
og belti. Næsta dag sá ég stórt skip á siglingu ekki
langt írá ströndinni og tók ég til að kalla og veii'a
skyrtu minni. — Þetta bar þann árangur, að innan
skamms var ég kominn fram í skipið og búinn að
semja við skipstjórann unr það, að flytja mig til
Bagdað. Gaf ég honum fallegan gimstein fyrir greið-
ann. Eftir nokkurra daga siglingu kom skijúð að eyj-
unni Ceylon og seldi ég þar skartgrijri mína og gim-
steina fyrir geyjjiverð, en keyjrti í staðinn kamfóru
og vanillu og fleiri seljanlegar vörur. Er við komum
svo skömmu seinna heim til Bagdað, gerði ég mjög
góða verzlun með þessar vörur og þurfti því ekki að
kvíða fjárhagsvandræðum fyrst um sinn. Framh.
261 millj. flug-
farþega 196 8.
John Lennon og hin japanska
Yoko Ono, 36 ára, leikstjóri og
kvikmyndaframleiðandi, gengu
í heilagt hjónaband 20. marz
s.l. Fyrri hona Johns Lennons
hét Cynthia og höfðu þau verið
gift í sex ár, þegar þau skildu
snemma á árinu 1968.
Hér cru nokkrar tölur scm
varpa ljósi á starfscmi Alþjóða-
flugmálastofnunarinnar (Sovét-
ríkin og Kinverska alþýðulýð-
vcldið cru ekki í ICAO):
Flugsamgöngur hafa aldrei
vcrið mciri en árið 1968. Á ár-
inu var farjjcgaf jöldinn sam-
tals 261 milljón, cn samanlögð
vcgalcngd 6.020 milljónir kíló-
mctra. Er það 12 og 14 prósent
hærra cn árið á undan. Flogið
var mcð 19 próscnt meiri farm
og 29 próscnt meiri póst cn
árið 1967.
316