Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 13

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 13
Hugh Clifford: Litlu ambáttirnar tvær Saga frá MALAJA traumlygn og niðandi rann áin. Þegar út á hana kom, Var vatnsborðið ekki eins dimmt og undir árbakkanum. Á árfletinum speglaðist dauft skin. Himinninn var þung- ^úinn. Aðeins tvær stjörnur sáust milli skýjanna. Mínu hafði tekizt að fela tvær árar. Þær tóku sín hvora. Þær voru jafn liðtækar á legi sem láði, eins og börn Mal- aja, sem alast upp á árbökkum, eru jafnan. Báðar voru þær Vel syndar. Stjórn bátkænunnar fórst þeim vel úr hendi. Jang, sem enn var með grátekka reri samt oft í sveig. Báts- ferðin sjálf niður ána óx þeim ekki í augum. En þeim stóð °gn af hinni ókunnu veröld, sem beið þeirra. Heimur Jang og Mínu hafði fram til þessa verið smár. Má heimkynnum sínum höfðu þær ekki farið lengra en til næsta þorps, fáeinum mílurn lengra upp með ánni, til að v'nna að uppskerustörfum. Hinum megin þorpsins stóðu "okkrir hringlaga legsteinar á litlum leiðum. Að baki þeirra voru hrísgrjónaakrarnir og áveituskurðir þeirra. Inn í skóginn handan þeirra höfðu þær farið með öðru iólki um hálfrar mílu veg til að tína eldivið. Og inn í skóginn, sem reis hátt upp yfir bakkann hinum rnegin ár- •nnar, höfðu þær ekki heldur farið lengra en um það bil hálfa mílu. Innan þessara marka hafði heimur þeirra Verið. Nú voru jrær lagðar upp í nokkurra daga ferð. Og 1 augum jreirra var hún sem för til annars linattar. Á hugrekki Mínu reyndi, því að henni var runninn 'nóður og tárin streymdu niður kinnar henni. Grátur Jang hafði ekki sefazt og nokkrum sinnum hafði hún beðið syst- llr sína að snúa við. Þótt Mína gréti lágt í myrkrinu ^átti hún ekki heyra jrað nefnt. Hún bældi niður ótta sinn °8 feyndi eftir mætti að hughreysta Jang. Þannig liigðu þær upp í ferð sína, óttaslegnar og tárfellandi. Telpurnar áttu bágt með að halda sér vakandi. Hljóð- ’u, sem bárust út úr frumskóginum, voru sefandi. Þær heyrðu bjölluhljóm froskanna, suð skordýranna, fótatak fílanna, lirynur villisvínanna. Eitt sinn er kænan fór ná- lægt bakkanum, tók hópur villisvína til fótanna. Öðru sinni heyrðu þær bergmál af skothvelli. Eftir hvert hljóð, sem þögnin rauf, fannst Jreim skógurinn vera enn þögulli en áður. Alla nóttina reru telpurnar áfram, án þess að kjarkur þeirra bilaði. Stundum sofnuðu þær andartak undir ár- urn, en vöknuðu óðar við Jrað, að árarnar voru að renna þeim úr greipum. Straumurinn bar þær áfram fremur en kraftlítil áratog þeirra. Nokkrum sinnum bar kænuna upp á sandrif og Jrá tóku þær á öllu, sem Jrær áttu, til að ýta henni aftur á flot. Það kom líka fyrir, að þær villtust inn í kvíslar út úr ánni. Og skyndilega birtust framundan Jæim kletta, sem skutu þeim skelk í bringu. Ferðin var sem vondur draumur. Þeim stóð beygur af myrkrinu. Og þær óttuðust, að Jjeim yrði veitt eftirför og að Jrær yrðu teknar höndum og yrði refsað. Þær Jjorðu ekki að hugsa til Jress, sem við tæki, Jregar Jiær kæmu til Fekan. Meira að segja Mína hafði látið hug- fallast. Ef straumjjunginn hefði ekki verið of rnikill til að þær gætu Jm við komið, hefði lnin nreð glöðu geði fallizt á að snúa aftur og Jrola Jryngstu refsinguna, sem Awang Uda gæti á þær lagt. Þegar grá morgunskíman færðist yfir himininn, lá Jroka yfir ánni. Klæði telpnanna litlu voru vot. Þær voru gráfölar og forugar. Og jreirn var kalt. Mína ákvað að leggja upp að bakkanum, Jrar sem lnin sá göng opnast. Þar gætu Jrær falið bátkænuna. Þegar þær höfðu lagt henni, gengu þær upp árbakkann. Jafnskjótt og höfuð Jreirra snertu jörðina féllu Jrær í fasta svefn. Þar lágu þær í örmum hvorar annarrar, algerlega einar síns liðs í frum- skóginum. 309
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.