Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 39

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 39
Stína var að naga epli. Henni þóttu epli og ávextir hunangsmatur og hún var sólgin í alls konar sælgæti. En nú vildi svo ein- kennilega til, að þegar hún ætlaði að bíta í eplið aftur, þá missti hún það út úr hönd- unum á sér og það valt eftir gólfinu. Stína hljóp á eftir því og ætlaði að ná í það, en eplið hélt áfram að velta með miklum hraða. Það valt fram á ganginn, fram allan gang- inn, út um opnar dyrnar og út í garð. — Hvað gengur að eplinu? hugsaði Stína. Það hefur orðið fyrir gerningum. Hún herti sig að hlaupa, en eplið rann á undan henni fram og aftur um garðinn. Svo staðnæmdist það úti í horni og Stína beygði sig og ætlaði að taka það. En þá opnaðist jörðin undir fótum hennar og hún hrapaði niður, langt, langt. — Hvernig stendur á þessari gjá hérna í garðinum? hugsaði Stina. Aldrei hef ég orðið vör við hana. Nú hlýt ég að meiða mig óskaplega. eina kökuna og stakk molanum upp í sig. — Já, hér er margs konar sælgæti, sagði álfurinn. Húsið er fullt af brjóstsykri, kara- mellum, lakkrís og konfekti. Og nú ætla ég Ævintýri Stínu Jæja, það er bezt að þú sért hérna hjá mér um tíma, og þá vona ég að þú venjist af þeim Ijóta og hættulega sið að vera alltaf að éta sælgæti. — Nei, ég verð aldrei leið á sælgæti, sagði Stína. Það er bezt af öllu í heiminum. Og þakka þér kærlega fyrir hvað þú ert góður við mig. Svo brosti hún út undir eyru, en álfurinn sagði: — Þú ert nú ekki farin að skilja það enn hvað ég er góður við þig. Nú var Stína þarna hjá honum i viku. Fyrstu dagana gerði hún ekki annað en éta sælgæti frá morgni til kvölds. En svo fór lystin að minnka. Hún hafði ekki einu sinni lyst á góða vatninu í gosbrunninum. Og þegar vikan var liðin kom hún grátandi til álfsins og bað hann að lofa sér að fara heim. — Jæja, þá hefur mér tekizt að lækna þig af Ijótum ávana, sagði álfurinn. Viltu ekki fá brjóstsykur í nesti? — Nei, sagði Stína, nú hlakka ég mest til þess að koma heim og íá mér rúgbrauð og hafragraut. Og nú bragðar hún aldrei sælgæti íramar. En hún meiddi sig ekki neitt. Hún kom ósköp mjúklega niður á grænt gras og allt um kring voru hin fegurstu blóm. ■— Alveg er ég nú hissa, sagði Stína. þetta hlýtur að vera draumur. — Nei, það er enginn draumur, heyrði hún þá sagt skammt frá sér. Og þegar hún leit við, sá hún þar svolítinn álf. ■— Velkomin hingað, sagði álfurinn. Heit- if þú ekki Stína? — Jú, sagði hún, en hvernig stendur á Því að þú þekkir mig? — Ég hef mörgum sinnum séð þig, sagði álfurinn. Ég hef oft setið i trénu íyrir utan Sluggann þinn og kinkað til þín kolli, en Þú hefur ekki séð mig. Mennirnir sjá fiðrildi °9 flugur og fugla, en þeir sjá ekki litlu álfana. Komdu nú með mér, þá skal ég sýna þér margt fallegt. Eftir stutta stund komu þau að litlu húsi. 99 Það var skrítið hús, því að það var byggt úr sykurkökum, svo Ijómandi fallegum syk- urkökum. Stína gat ekki stillt sig. Hún braut að sýna þér litla gosbrunninn hérna. — Mig langar ekkert til að sjá hann, sagði Stína. — Segðu ekki þetta, sagði álfurinn. Komdu bara með mér og bragðaðu á vatn- inu úr honum. Svo tók hann silfurbikar upp úr vasa sínum, fyllti hann af vatni og rétti Stínu. Hún bragðaði á því, og þá var þetta disæt- ur gosdrykkur. — Hér verð ég alla mína ævi, sagði Stína. En hvað það er gaman að geta feng- ið eins mikið af alls konar sælgæti og mann langar í. — Þú þreytist á því bráðum, sagði álfur- inn. Eftir nokkurn ííma fer þig að langa í góðan mat, eins og til dæmis rúgbrauð og hafragraut. Stína fussaði: — Ég vil ekki sjá rúgbrauð og hafragraut, sagði hún. Ég ætla aldrei að borða það framar. — Datt mér ekki f hug, sagði álfurinn. Smœlingjar. Einu sinni var ofurlftil mýfluga, sem flaug langt út í heiminn. Hún var svo Iftil, að henni datt ekki í hug að mennirnir tækju eftir sér. Þegar hún var orðin svöng, þá settist hún á höndina á drenghnokka, og á meðan hún sat og hvíldi sig, heyrði hún að einhver sagði við drenginn: „Svei, þarna er þá óhræsis mýfluga. Flýttu þér að kremja hana sundur." En þá vissi mýflugan ekki fyrri til en hún var allt í einu búin að fá málið, og hún sagði svo hátt, að drengurinn heyrði það: „Æ, æ. Vægðu mér. Ég á dálítinn dóttur- son heima, og hann fer að gráta, ef ég kem ekki aftur." Hafið þið nokkurn tíma vitað annað eins: Svona agnarlftil, og orðin amma! 335
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.