Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 50
Svar til ívars: Hugmyndin
af kafbátunum er gömul. Leon-
ardo da Vinci, sem lézt árið
1510, gerði teikningu af her-
skipi, sem gæti kafað, en hélt
hugmyndinni leyndri. Kring-
um 1800 fór Robert Fulton á
fund Napoleons og sýndi hon-
um kafbát, sem hann hafði
smíðað. Hann var látinn fara
i kaf á Signufljóti og sökkva
]>ar gömlu skipi. Napoleon var
hrifinn af hugmyndinni fyrst
í stað, cn snerist svo hugur
og taldi svona sjóhernað svo
villimannslegan, að ekki kæmi
til mála að beita honum. Þá
fór Fulton til Breta en fékk
sama svarið, og þá eyðilagði
Fulton kafbát sinn.
Annar amerískur maður, Da-
vid Bushnell, hafði hyggt kaf-
l>át 1776, og var lionum ætlaö
að eyða enska flotanum, sem
]>á lá úti fyrir höfninni i New
Yonk. Stóð til að kafhálurinn
færi að skipunum og festi
tímasprengjur við ]>au undir
yfirborðinu. En þegar til átti
að taka reyndust skipin vera
með þyltkri koparhúð utan á
trébyrðingnum, og á því
strandaði.
Þýzkur liðsforingi, Wilbelm
Bayer, smíðaði kafhát 1850 til
að granda danskri flotadeild,
sem þá lá í Kielarflóa.En strið-
inu Jauk áður en báturinn var
fullgerður, og árið eftir sökk
hann á 18 mctra dýpi.
í borgarastyrjöld Bandaríkj-
anna sökkti kafbátur i fyrsta
skipti óvinaskipi. Suðurríkin
áttu kafbát, sem hét „Hunley",
og hann sökkti korvettunni
„Housatonic", — en kafbátur-
inn i'órst við sömu sprenging-
una. Sköminu eftir 1880 smíð-
aði Svíinn Nordentoft fjóra
kafbáta hvern eftir annan og
voru ]>eir sýndir ýmsum her-
málafræðingum á Eýrarsundi,
en reyndust illa.
En írlendingurinn Jolin P.
Holland er í rauninni höfund-
ur kafbáta nútímans. Hann var
skólakennari í Bandarikjunum,
en smíðaði kafbáta í tómstund-
um sínum. Fyrsti báturinn eft-
ir hans fyrirsögn var smíðað-
ur árið 1900 og Bandaríkja-
stjórn keypti liann.
1 nýtizku kafbát eru 7 millj-
ón mismunandi hlutir, og
kringum 20 þúsund sérteikn-
ingar eru gerðar af ýmsum
hlutum hátsins. Nú eru stór-
veldin farin að byggja atóm-
knúða kafháta, og eitt af mestu
afrekum, sem kafbátur liefur
unnið, er sigling bandaríska
kafbátsins Nautilusar 1300 sjó-
mílna leið án ]>ess að koma
nokkurn tima upp á yfirborð-
ið, eða líu sinnum lengri leið
en nokkur kafbátur hafði áð-
ur farið í kafi. í þeirri ferð
var ganghraði skipsins yfir 16
milur að meðaltali alla leiðina,
og alls var kafbáturinn 84
tíma í kafi. Samt setti Nautilus
ekki dýptarmet i þessari frægu
ferð, það átti ]>ýzkur kafbátur,
sem í síðari heimsstyrjöldinni
komst niður á 270 metra dýpi.
Gjörbylting varð i kafbáta-
siglingum eftir að kjarnorltu-
kafbátarnir komust í notkun,
svo að nú eru ferðir eins og
sú, sem Nautilus fór, orðnar
daglegt brauð.
f heimsstyrjöldinni síðari, á
árunum 1939—1945, var kaf-
bátafloti Þjóðverja öflugastur
í heimi, og kafbátarnir voru í
þeirri styrjöld eitt af þeim
vopnum stríðsaðila, sem ollu
mestu tjóni. í dag stendur
yfir kapphlaup stórveldanna,
Bandarikjanna og Sovétríkj-
anna, um siníði kjarnorkuknú-
inna kafbáta.
Hér hirtist stutt frásögn, er
lýsir, hvernig kafbátar sökkva
skipum á hafi úti, og er frá-
sögnin tekin úr bók, er Árni
Óla gaf út árið 1928, en frá-
sögn þeirrar bókar er höfð
eftir Julius Sehopka, er var
skipverji á þýzkum kafbát í
fyrri lieimsstyrjöldinni.
„Við lögðum af stað hinn
1. júii 1917 vestur frá Helgo-
landi. Úti í sjó var okkur til-
kyiint um ]>að, á hvaða svæði
við ættum að lierja. Á leiðinni
hittum við gríðarstór tundur-
dufi, sem voru á reki, og skut-
um þau í kaf með rifflum. Þeg-
ar við koinum inn á siglinga-
bannsvæði, hittum við fyrir
sænslia skipið „Stalhelm" og
sökktum þvi. Nokkrum dögum
seinna réðist á okkur flugvél
og 4 loftför og ellu okkur
þangað til við fórum i kaf —
og þá rigndi yfir okkur
sprengjum, en við sluppum
lieilir á húfi.
Nokkru seinna sáum við
skipsreyk skammt frá og sigld-
um þangað. Var þarna norska
skipið „Flóra“ eitt á ferð og
óvopnað. Vissum við ekki fyrst
í stað, livaða skip þetta var,
og vegna þejrrar reynslu, sem
við liöfðum fengið, urðuin við
að fara varlega. Komum við
nú úr kafi og tókum að skjóta
á skipið með fallbyssu á 9000
metra færi. Bráðlega liæfði ein
kúlan og fór þá fólkið i hát-
ana. Kafbátssljóri gaf ]>á skip-
un um það að fara í kaf og
sigldum við í eitthvað 600
metra færi við skipið og send-
um þvi tundurskeyti. Komum
við nú úr kafi og sigldum til
bátanna. Við liittum nú skip-
stjórann á „Fióru“ og spurðum
hann, livernig á ]>ví stæði, að
liann liefði hætt sér inn á
siglingabannsvæði. Hann
kvaðst hafa verið á leið frá
íslandi til Bergen. Hefði þá
komið að sér enskt beitiskip
og skipað sér að lialda rakleitt
til Leirvíkur til skoðunar, og
varð það nú til þess, að skipið
var skotið i kaf.
Þegar „Flóra“ sökk, sá ég
sjón, er ég gleymi seint. Það
voru tveir íslenzkir liestar á
sundi þarna úti á liafi. Höfðu
þeir verið á þilfari skipsins.
Annar þeirra var grár, ljóm-
andi fallegur iiestur. Hann
strokaði sig frísandi upp úr
sjónum og stefndi beint á okk-
ur, eins og hann vænti þar
lijálpar. Við þorðum ekki að
tefja okkur á ]>ví að stytta
liestunum aldur, því að ]>að
liefði getað orðið okkur stór-
liættuíegt. En ég gat ekki var-
izt því að hugsa um, live lengi
þeir mundu geta lialdið sér á
sundi. Ekki svo-lengi að þeir
næðu landi. Kraftarnir lilutu
smám saman að þverra og sein-
ast mundu ]>eir verða að gefast
upp — sprungnir á sundinu.
Veslings skepnurnar!“
Franskar
kartöflur.
Svar til Hönnu: Þær cru
skrældar liráar og skornar i
þunnar sneiðar (má ekki skera
í pinna). Þerraðar vel og
steiktar i vel heitri feili. Fína,
bláleita gufu á að leggja upp
úr pottinum, áður en farið er
að steikja. Verði kartöflurnar
fitugar, er það merki ]>ess að
feitin sé eklii nægilega heit.
Við steikinguna má nota vír-
körfu eða bara gataskeið. Þeg-
ar kartöflurnar eru teknar upp
má leggja þær á gráan pappír-
Fínu salti er stráð á þær. Þeim
má lialda heitum í bökunar-
ofni, þangað til fara á að mat-
ast. Þær má og hita upp á
sama liátt.
Kafbátur
346