Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1969, Page 53

Æskan - 01.07.1969, Page 53
Brúðkaupið í Monaco það er sumardagurinn fyrsti 1956. Vorþeyrinn er sem óðast að eyða fönnunum i Esjunni og börnin í Reykjavík ganga skrúðgöngur. ARir eru í sólskinsskapi, sumarið er að koma. -— Suður á Miðjarðar- hafsströnd, i dvergrikinu Mon- aco, eru menn líka í hátíða- skapi. Þau eru nefnilega að gifta sig, leikkonan Grace Kelly og Rainier, fm'sti af Monaco. Veizlan stóð í viku og það er mál manna, að sjaldan hafi verið haldið veglegra hrúðkaup í Evrópu. Ferðamenn og boðs- gestir hafa undanfarna daga streymt livaðanæva að, og á meðal þeirra má kenna Farouk, fyrrum Egyptalandskonung, Aga Khan og fleiri þeirra líka. Og Louis Armstrong lók með hljómsveit sinni fyrir Monaco-búa dag og nótt, enda dansað á öllum torgum og strætum hæjarins. Gistihúsnæði allt var löngu upppantað og gífurieg umferð var á öRum nærliggjandi vcgum. Blóma- skreytingar, bæði utanliúss og innan, voru geysimiklar, erlend- ir skreytingamenn, m.a. einn frá Reykjavík, raunar Jiol- lenzkur, voru fengnir í vinnu i furstahöllinni. lteykvíkingur- inn var Ringelberg i Rósinni, sem fiestir liér þekkja, mjög vandvirltur og smekkvis hlóma- skreytingamaður. Talið var, að blómin, sem notuð voru til ut- anhússskreytinga, Jiafi Jsostað um 30 milljónir ísl. Jtróna! Dagblöðin í Monaco skýrðu fi'á því seinna, að frimerkin, sem gefin voru út í tilefni brúðkaupsins, Iiefðu Jjorgað allt betta umstang. Langar biðrað- lr mynduðust við frímerkja- sölurnar og slagsmál lwutust út oftar en einu sinni. Það virð- ist því geta komið fyrir, að frí- nierltjasöfnurum geti hitnað í bamsi, þótt þeir fái yfirleitt °rð fyrir það, að vera þolin- ^nóðir. Monaco er furstadæmi á Mið- .íarðarliafsströndinni, aðeins um 20 ferkílómetrar að stærð og ihúafjöldinn tæp 29 þúsund. Aðalteltjulindir Monaco-húa eru ferðamenn, frímerltjaútgáf- ur og spilavíti. Frægast af þeim siðasttöldu er Monte-Carlo. — Höfuðborgin er Monaco með um 3 þúsund ibúa, en Monte- Carlo bærinn telur 13 þúsund ihúa. Náttúrufegurð og þægi- legt loftslag hafa gert Monaco að mjög eftirsóttum ferða- mannastað. Svo skulum við víkja að furstahjónunum: Grace Kelly er mjög fræg leikkona, dóttii' milljónamærings í Pennsylva- níu í Ameríku. Hún stundaði iþróttir, svo sem sund og skíða- ferðir, en málar vatnslitamynd- ir i frístundum sínum. Rainier fursti er einnig íþróttamaður, einkum þótti liann snjall kappakstursmaður og átti yfir 10 mismunandi gerðir kappakstursbíla. Einnig liefur hann áhuga á köfun og myndatökum neðansjávar. — Hann var fyrir giftinguna tal- inn eftirsóttasti piparsveinn í Evrópu og voru oft nefndar ýmsar konur sem konuefni hans. En hann skágekk alltaf konur, þar til hann hitti Grace Kelly, er lmn kom til Monaco í sambandi við kvikmynda- hátiðina í Cannes. Það Varð ást við fyrstu sýn hjá báðum. 349

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.