Skírnir - 01.01.1919, Blaðsíða 21
14
Ve&urfraöistöð ú-lslandi.
[Skirnir-
á Í8landi. Hefir hún séð athuganastöðvunum fyrir áhöld-
um, safnað skýrslum þeirra og gefið út árlega i syrpu
með veðurathugunum frá Færeyjum, Grænlandi og fyr-
verandi eignum Dana á Vesturheimseyjunum (Meteoro-
logisk Aarbog 2den Del). - Megum við vera Dönum stór-
þakklátir fyrir þetta starf, því ella mundum við hafa á
lítilli nákv^emni að byggja um loftslag lands vors. Eigi
er sennilegt að Danir láti sig neinu skifta i þessu efni
breytingarnar, sem nú eru orðnar á sambandi landanna,
en haldi uppi veðurathugunum sem áður, — þótt íslanöi
eigi nú að teljast sjálfstætt ríki.
Áður en eg vik að hinni spurningunni, vil eg athuga
nokkru nánar
Hvað er veðurfræði?
Fræði sú, er á flestum útlendum málum nefnist meteo-
rologi1), en á islenzku mætti nefna veðurfræði, er tiltölulega
mjög ung sem vísindagrein. Hún fjallar um alt er lýtur
að loftslagi bg veðráttu á jörðunni og rannsakar orsakir
veðrábrigðanna út frá eðlisfræðilegum setningum. Mönn-
um héfir þegar frá öndverðu verið það ljóst, hve geysi-
haglegt það væri að geta vitað lengra eða skemmrafram
í timann, hvernig veðrið hagaði sér. Er næg sönnun þess;.
hve mjög menn hafa gert sér far um að >spá veðri«, bæði
til næsta dags, íyrir éinstakar árstíðir og heil ár. Af því
er sprottinn allur sá grúi af veðurtáknum á sólu, tungli og
*) lyr á öldum uefndu menn öll fyrirbrigði er gréina mátti i him-
ingeimnum öfar jöröu meteora og fræði þá meteorologi, er um
þau fjallaði. Yar það sambland af stjöruufræði og voöurfræði. Aristo-
teles griski bugði að meteorarnir hefðu álirif á veðurfar jarðarinnar með
útgufun sinni. Isú bafa menn gengið úr skugga um að svo er eigi og
hafa greint að stjörnufræði og veðurfræði, þannig aö stjörnufræðin rann-
sakar geiminii litan gufuhv'olfs jarðarinnar, en veðurfræöin heldur sér
innan takmnrka þess að mestu leyti. Hreyfingar jarðarinnar og afstaða
hennar til .sólarinnar eru þú mikil atriði í veðurfræðinni. — Nú þýðir
meteor naumast annað en „loftsteinn11 (stjörnuhröp!), en nafnið meteoro-
logi hofir haldist.