Skírnir - 01.01.1919, Blaðsíða 68
"Skirnir]
Þýðingar.
61
eækja. Ýmsar þessara bóka mætti nota við kenslu, með
kenslu Og einkum yrði það áframhald. »Hinn sanni há-
skóli nú á dögum er safn af bókuim, segir Carlyle. Skóla-
mentunin er. þegar húu er bezt, undirbúningur undir að
færa sér bækur í nyt. En hvað verður ef bækurnar vantar?
XV.
Það mun mega telja mikilvæga mótbáru gegn því,
sem að framan er sagt, að engin slík stofnun er til er-
lendis. Að vísu eru til stór útgáfufyrirtæki, sem gefa út
afbragðsrit í ódýrum útgáfum, félög sem gefa út fræði-
bækur o. s. frv. En yfirleitt láta ríkin bókaútgáfuna sig
•engu skifta.
En svo æskilegt sem það er fyrir'okkur að taka okk-
ur stærri þjóðir til fyrirmyndar í ýmsum efnum, þá meg-
um við aldrei gleyma að taka tillit til sérstakra þjóðhátta.
Vegna fámennisins er alt það ærnum örðugleikum bundið
á Islandi, sem mæðir á mergðinni. Annarstaðar er gróða-
vegur að gefa út ódýrar alþýðubækur. Upplögin geta
skift hundruðum þúsunda. Hér er slíkt vafasöm fjárvon,
og menn ráðast ekki í það. Annarstaðar er sjálfmentun-
in talin aukaatriði. Fyrir okkur er hún þvert á móti.
Einmitt í henni eigum við að vera fyrirmynd og ekki að
eins herma eftir. Og það er alls ekki víst, að jafnvel
með stórþjóðunum sé bókaútgáfa í réttu horfi. Alþýðu-
útgáfurnar eru einatt of ljótar og óvandaðar. Fólk les illa
útgefna bók með minni alúð og virðingu. Afstaða þess til
bóka yfirleitt verður önnur. Auk þess á alþýðan, eins og
eg drap á áðan, ekki völ á nýjustu verkum beztu höf-
undanna, þeim verkum, sem hún les um í blöðunum og
helzt vildi fá. Þetta er ómetanlegur skaði. Ef ríkið léti
bókaútgáfuna til sín taka, mætti kippa þessu hvorutveggja
i lag.
Það mætti fremur hafa það á móti tillögu minni, að
hún nái of skamt. íslenzka ríkið mætti vel styrkja frem-
ur en það gerir útgáfu beztu rita innlendra, fornra og