Skírnir - 01.01.1919, Blaðsíða 14
'Skirnir]
Ejörn M. Olsen.
Hvert starf, sem á skilið að vera unnið, á líka skilið, að
• einhverjir vinni það fyrir þess eigin sakir, án tillits til
nokkurs annars. Ef þetta sjónarmið týnist, skekkist öll
stefna. Siðfræðin kefir aldrei getað orðið að vísindum, ef
til vill til ómetanlegs tjóns fyrir menninguna, af því að
siðspekingarnir hafa sífelt gotið hornauga til þess holla og
gildandi, aldrei leitað sannleikans um siðina vegna hans
sjálfs. Hin skammsýna nothyggja hefnir sín altaf þegar
til lengdar lætur. Engin vísindi komast á hátt stig, nema
til séu menn, sem iðka þau af hreinni hugsanaþörf og
könnunarþörf, nema til séu menn, sem spyi’ja ekki um
annað notagildi eða lífsgildi en lífsgildi rannsóknarinnar
sem rannsóknar, sem efast ekki um að hver snös í klungr-
um þekkingarinnar sé athugunar verð. Björn M. Olsen
var einn af þessum mönnum fyrir norræn og íslenzk
fræði. Vísindin sjálf, ekki árangur þeirra, voru takmark
hans. Þar var hann heima hjá sjer, þar leið honum vel,
• þar var hann Ijúfastur og Jítillátastur. Hann unni þess-
um vísindum með fölskvalausri ást, og því meir sem ár-
in færðust yfir hann, og það sem gert var þeim i hag.
fanst honum vera sér gert. Hann hjálpaði þeim sjálfur
að halda í horfinu, ekki einungis raeð verkum þeim, sem
hann vann í þarfir þeirra, heldur með andanum, sem ferð
hans fylgdi, því hann snerti ekki á neinu atriði án þess
að varpa á það einhverju ljósi, og það var bjart af .skiln-
ingsþrá í kringum liann og heiðríkja ósíngjarnrar rann-
-sóknar yfir ritum hans. Enda yann hann sér um daga
•sina aðdáun allra þeirra, sem þektu hann bezt og helzt
voru bærir að dæma hann eftir verðleikum.
III.
íslenzka þjóðin líkist skógunum í landinu. Þeir eru
•ógj'isjað kjarr, þar sem trén eru hnýtt og kræklótt
af snjófargi og þrengslum, og fá eða engin ná eðlilegum
vexti. Og á sama hátt kyrkja þrengslin og fátæktin, farg
•.deyfðarinnar og fábreytninnar, flesta hæfileika og fram-