Skírnir - 01.01.1919, Blaðsíða 102
Skírnír]
Rittregmr.
18 fengiat um ymsa a'ðra, sem ritað hafa á eriendum málum og það
útbreidd ágætisrit og viðurkend á sínu sviði, engu síður en rit
skáldanna á sínu, t. d. rit Finns Jónssonar og Þorv. Thoroddsens.
Og á hvaða rökum er það eiginlega reist, að gera í þessu sambandi
upp á milli þess, þó skrifuð væri t. d. á dönsku söguleg skáldsaga,
bókmentasaga eða meuningarsaga um sama tímabilið?
En hvað svo sem þessu líður, er það auðvitað æskilegast, að ef
rithöf. geta einhverra hluta vegna ekki frumritað bækurnar á móð-
urmáli sínu, verði reynt að snara þeim þangað sem fyrst. Og fyrir
skáldritaliöf. að minsta kosti, ætti þetta að vera tiltölulega auðvelt,
ef þeir fá á annað borð nokkurn útgefanda. Því áð það er öllum hag-
ur, lesendum, höf. og útgef., að bækurnar komi samtímis út á báð-
um málunum. Og þá mættu ákúrurnar fyrir ættjarðarsvikin fara að
hætta. íslenzkum bókmentum veitir ekki af að halda öllu sínu til
haga. Því að þrátt fyrir alt er ekki ólíklegt að einhvern tíma rísi deila
milli ísl. og danskrar bókmentasögu um »eignarréttinu« á íslend-
ingunum. En þá er of seint að iðra þess, að hafa sjálfur smíðað
vopnin í liendur andstæðinganna.
V. P. G.
Insta þráin (Den store Hnnger) eftir Jolian Bojer.
Þegar eg las ritdóm Sigurðar mag. Guðmundssonar um bók
þessa, sem er lofgrein frá upphafi til enda, datt mór allur ketill
í eld. Eins og aðrar bækur þessa höfundar, er skáldsaga þessi
snildarverk, hvað efni og framsetning snertir, ef stefna bókarinnar
eða lífsskoðun væri ekki afar bölsýn og varhugaverð.
Hvað vill höfundurinn syna og sanna? Bersýnilega sama og
Kristján Jónsson kvað:
»Lífið alt er blóðrás og logandi und,
sem læknast ekki fyr en á aldurtilastund«.
Þetta bölsýni er, sem betur fer, ekki allra, — og heilar þjóðir
t. d. Forngrikkir hafa ekki þekt það, og venjulega þekkir ekki
unga fólkið þessa lífsskoðun, ef það ekki hlær að henni, enda má
fullyrða að þúsundir gamalla manna, karla og kvenna, sem alla æfi
hafa átt vlð mótlæti að búa, hafa eitthvað sér til huggunar, sem
gerir líf þeirra bærilegt, eins og Eglll Skallagrímsson sem huggaði
BÍg við ástgjöf guðanna, er hann kvað:
Þó hefir Míms vinr
mér of fengnar