Skírnir - 01.01.1919, Blaðsíða 59
52
Þýðingar.
[Skirnir
geti gert hann nægan til viðurværis. Nú er það auðvitað
eðli sjálfraentunarinnar og einn af kostum hennar, að
finna sínar eigin leiðir og leita litt til annara. En mun-
urinn á styrknum til hennar og skólamentunarinnar er
þó alt of ósanngjarn.
En hvað er hægt að gera?
Fyrsta ráðið virðist vera að efia bókagerðina í land-
inu, með ríflegum styrk til skálda og rithöfunda, styrk til
þess að semja fræðibækur o. s. frv. Nokkuð mætti kom-
ast með þessu móti, og það er sjálfsagt að gera það eftir
föngum. En á þann hátt verða þó ekki kraftarnir í
landinu auknir, og þeir eru altof litlir og fábreyttir til
þess að geta séð þjóðinni fyrir viðunanlegri andlegri nær-
ingu. Og ef ætti að gera þetta í stórum stíl, með utan-
fararstyrkjum og ritstyrkjum, sem um munaði, mundi það
vera svo dýrt, að lítil von er að fá því framgengt.
Þá er næst hugsanlegt að efla lestrarfélögin og stuðla
að þvi, að þau eignuðust sæmilegt úrval útlendra bóka.
Það væri að vísu æskilegt, að til væri einliver ráðunaut-
ur, sem gæti gefið lesti'arfélögum og alþýðubókasöfnum
góð í'áð um kaup erlendra bóka, útvegað þeim bókaskrár,
afslátt á bókum o. s. frv. Það er mikil afturför, að ekk-
ert blað eða timarit skuli framar flytja leiðbeiningar um
nýútkomnar erlendar bækur, eins og Skírnir gerði meðan
hann var gefinn út í Höfn. En á því að veita flóði er-
lendra bóka, þótt góðar væru, yflr landið, eru ýmsir gall-
ar. Það mundi varla vera um önnur mál að gei’a en
Norðurlandamál, hin skilja svo fáir, og með því móti yrðu
menningaráhrifin einhæf. Því fer líka fjarri, að almenn-
ingur skilji dönsku sér að fullu gagni, eða leggi eins
ótrauðlega út í að lesa danskar bækur og íslenzkar. Tung-
an mundi spillast, menn venjast við hálfan skilning og
grunnfærni í hugsun.
Þá er loks þriðja ráðið: þ ý ð i n g a r. Og það er
langbezta ráðið.
Hér þarf ekki að hugsa um að skapa bækurnar. Þær
bíða okkar, ótal margar og hver annari ágætari, þar sem