Skírnir - 01.01.1919, Blaðsíða 60
Skírnir]
Þýðingar.
53
hæglegt er að velja einmitt þær úr, sem eru við hæfi
okkar og þarfir. Með þvi að þýða þær á íslenzku, fær
hvert mannsbarn að vita um þær, þá berast þær af sjálfu
sér um landið, til hvers sem þarf og vill. Með því að
gefa þær út í verulega vönduðum þýðingum, verður því
svo fjarri að þær spilli tungunni. Þær munu þvert á móti
stuðla að verndun hennar, bæði beinlínis, af því þær væru
á góðu máli, og óbeinlínis, með þvi að vinna á raóti lestri
vondra þýðinga og erlendra bóka. Og þær hlytu smátt
og smátt að auðga hana stórum, með því að klæða fjölda
erlendra hugsana og staðreynda í islenzkan búning. Ef
til vill er ekkert betra hægt að gera en þetta til þess að
etia einmitt viðgang íslenzkra bókmenta. Menn mundu
ekki kaupa góðar islenzkar bækur síður fyrir þvi, heldur
fremur, af þvi lestrai’fýsnin örvaðist. Og það er hún, sem
bókakaupum ræður nú, þvi efni eru yfirleitt nóg til þess
að afla sér bóka. Og þessar erlendu bækur fylla einmitt
upp i auða skarðið í íslenzkum bókakosti. Með þær og
úrvals þjóðbókmentir okkar að undirstöðu, hefir sjálfment-
unin íslenzka loks fengið tvo fætur að standa á. Hún
þarf þess:
I himnaríki hefir ei neinn
hoppað á öðrum fæti.
X.
Sama þörfin og hér hefir verið talað ura, þó nokkru
óljósar væri gerð grein fyrir henni, virðist hafa vakað
fyrir herra Oddi Björnssyni, þegar liann stofnaði Bóka-
safn alþýðu. Þar var að mörgu leyti rayndarlega á stað
farið, en samt veslaðist fyrirtækið upp. Orsakirnar eru
auðsæjar. Val bókanna var frá upphafi misjafnt, og of
mikið treyst á frumsamdar bækur. Fyrirtækið vantaði í
einu nóg fjármagn að baki sér, til þess að þola að gefa
út ágætar bækur, sem ekki næðu þegar alþýðuhylli, og
fjölmentaðan og víðsýnan forstjóra, sem gæti valið
bækurnar. Auk þess var það of smávaxið. Þó að