Skírnir - 01.01.1919, Blaðsíða 29
22
Veðurfræöistöð á Island
[Skírnir
sér rúms upp á við, sem nemur útþenslunni, því þar er
mótstaðan minst, en að neðan heldur jörðin móti og kald-
ara loft og þyngra til hliðanna. Myndast þannig heitur
loftstraumur upp eftir, er siðan kólnar og breiðist út til
hliðanna og leitar aftur niður á við, er hann hefir náð
vissri hæð. En við það eykst loftmagnið yfir hinum kald-
ari stöðum, loftþyngdin eykst þar og loftvogin stígur.
Hins vegar minkar loftþyngdin þar sem uppsteymið verð-
ur — loftvogin feliúr. Kaldara og þyngra loftið frá ná-
lægum stöðum »blæs« þá þangað yfir, hitnar og sogast
upp á við. Myndast þannig hringrás af straumum i loft-
inu, er leita upp þar sem heitast er en niður þar sem er
kaldara.
Ætla raætti, að vindurinn blési beinustu og styztu
leið frá hærri þrýstisvæðunum til hinna lægri Svo er
þó eigi í raun og veru og veldur því snúningur jarðar-
innar um möndul sinn. Hann veldur þvi, að hver hlutur,
sem hreyfist með yfirborði jarðar, svifar frá beinni stefnu
til hægri handar á norðurhvelinu, en vinstri á suðurhvel-
inu. Gætir þessa svifs mest við heimskautin, en alls eigi
við miðjarðarlínu. Er það auðreiknað á hverjum stað af
hraða hlutarins og breiddarstiginu. Þetta veldur því, að
vindstefnurnar verða aldrei beinar línur inn að lágþrýsti-
svæðunum (minima), heldur hvirflast um þau og mynda