Skírnir - 01.01.1919, Blaðsíða 20
Veðurfræðistöð á íslandi.
Á alþingi 1917 var lagt fram frumvarp þess efnis
að reist skyldi veðurfræðistöð í Reykjavík, svo fljótt sem
ástæðnr leyfðu. Mál þetta náði greiðlega gegnum neðri
deild, en var síðan »svæft« i efri deild, án þess að nokk-
ur rödd heyrðist andmæla því i sjálfu sér. En ganga
má að því vísu, að því verði bráðlega hreyft á ný og nái
þá annaðhvort samþykki eða lfljóti verulegan niðurskurð.
Nú mun ef til vill margur spyrja: Er nokkur
þ ö r f á þ e s s a r i s t ö ð og h v e r r a n y t j a e r a f
henni von? Eru slikar spurningar eðlilegar, því litið
hefir verið ritað og rætt um mál þetta opinberlega. Vildi
eg með línum þessum gera lítilsháttar tilraun til að brjóta
að nokkru is þann, sem enn þá liggur yflr öllu því, er
veðurfræði mætti nefna á íslandi. Starfsvið stöðvarinnar
og formanns hennar er tekið fram í frumvarpinu í, aðal-
atriðum, en skal þó nánar vikið að því síðar, er eg hefi
minst á rekstur slíkra stöðva alment. — Við fyrri spurn-
ingunni er þvi fyrst að svara, að slíkar stöðvar eru reist-
ar fyrir löngu í öllum ríkjum hins mentaða heims. Þarf
því engum blöðum um að fletta til að sjá, að svo framar-
lega sem við viljum skipa bekk með menningarþjóðum
nútímans, getum við ekki komist hjá því að leggja þetta
af mörkum við sambandssjóð menningarinnar. — Að við
höfum ekki efni á því, er sama og segja að við höfum
ekki efni á að vera sjálfstæð menningarþjóð. Hingað til
hefir veðurfræðistöðin í Danmörku (Meteorologisk Institut)
annast flestar þær veðurrannsóknir er gerðar hafa verið