Skírnir - 01.01.1919, Blaðsíða 25
18
Ve&urfræðistöð á Islanfli.
[Skirnir
Það er auðsætt, að jörðin hlýtur að gefa jafnmikinn
hita frá sér aftur og hún .tekur við á yfirborðinu; ella
mundi það verða heitara með ári liverju. (Hitinn leiðist
ekki niður í jörðina — því í 10 m dýpi er hitinn jafn
alt árið, hvort sem heitt er eða freðið á yfirborðinu). Sumt
af hitanum gengur til að ylja loft það er snertir yfirborð-
ið,. en sumt geislar sem dökkir hitageislar aftur útígegn-
um gufuhvolfið og út í himingeiminn. En dökku (ólýs-
andi) hitageislarnir eru þannig annars eðlis en hinir lýs-
andi, að loftið á hægra með að gleypa þá, og hafa þeir
því meiri vermandi áhrif. á'firborð jarðarinnar tekur mis-
jafnt við hitanum eftir eðli sínu og heldur honum mis-
jafnlega vel. Þurr og sendin jörð hitnar langtum fyr en
votlendi eða vatnsfietir og er að sama skapi fijótari að
gefa frá sér hitann. Loftið yfir fyrnefndum stöðum hitn-
ar því fyr þegar sól er á lofti, en er fljótt að kólna þeg-
ar hallar degi og jarðvegurinn fer að fá minni hita frá
sólunni en nemur útgeisluninni. Misliitun hafs og lands
með þessu móti er orsökin til liinna alþektu og reglu-
bundnu vinda, er við nefnum hafgolu og landgolu (sól-
farsvindur). Því fjær er dregur jörðu, því kaldara verður
loftið og léttara. Loftfláki sem vermst hefir af yfirborði
jarðar, þenst út við hitann, missir i eðlisþyngd og leitar
upp á við, en kaldara loft frá öðrum stað sækir að hið
neðra. Eftir því sem heita loftið kemur hærra, því minni
■loftþrýsting mætir það og þenst þá enn meir út. En við
útþensluna eyðist hitamagn og kólnar það þar af leiðandi,.
auk þess sem það gefur af hita sínum til hins kalda lofts
umhverfis. Slik straumahreyfing getur haft áhrif í alt að
1000 metra liæð. lieynslan hefir sýnt að loftið kólnar 1
stig á liverjum 100 m sem það stígur upp á við, ef það
er þurt. Sé loftið rakt og rakinn þéttist í ský eða úr-
komu, kólnar það ekki nema h. u. b. Va stig á 100 metr-
um — þó er þetta nokkuð breytilegt eftir árstíðum. Menn
hafa mælt hita loftsins í 18 km hæð. Þar var 67 stiga
frost.