Skírnir - 01.01.1919, Blaðsíða 31
24
Yeðurfræðistöð á íslandi.
[Skirnir
getið, svo að nokkuð af raka þeirra þéttist. Þá »þyngir
í lofti*, eins og sagt er á íslandi, og mun sú málvenja-
bafa ruglað menn í ríminu, svo þeir settu það í samband
við, að loftvogin »fellur«: Aður er tekið fram, að þetta
er rangt. — Loftstraumar, sem leita ofan frá að yfirborði
jarðar, eiga venjulega fyrir sér að hitna. Minkar þá raka-
stig þeirra, þvi heitt loft heldur meiri raka en kalt loft,
svo að síður er hætt við regni með þeim, og skýmyndan-
ir geta eyðst aftur. Verður þá bjart loft og »létt upp?vfir«
þótt loftþrýstingin sé að vaxa og loftvogin að »stíga«. —
Vindar, sem blása frá köldum stöðum til lieitari, eru af
svipuðum ástæðum oftast þurrir (t. d. norðlægir vindar).
A hinn bóginn flytja suðlægir og vestlægir vindar, senx
koma rakaþrungnir til kaldari staða, oftast úrkomu. Skýja-
farið, hæð þeirra og útlit,' er hinn bezti veðurviti.
Veðurfræðistöðvar Þá hefir i sem styztu máli verið gerð
erlendis. grein fyrir, hvað átt er við með lot'tslags-
fræði og veðurfræði, og lítilsliáttar yfirlit gefið yfir helztu
frumþætti þá, sem þær beina athygli að. Liggur nú næst
að athuga, hvernig veðurfræðin fer að gera sér mat úr
veðurathugunum þeim, sem hafa verið gerðar og sífelt eru
gerðar á mörgum stöðum, og á hvern liátt þær geta orðið
þorra almennings að gagni.
Um miðja síðustu öld, liófst hvert stórveldið af öðru'
handa i því efni, að koma föstu skipulagi á veðurrann-
sóknir innan ríkistakmarkanna. Var í hverju ríki innan
skamms reist ein aðal-veðurfræðistöð, sem skvldi sjá um
loftslags-athuganir á nægilega mörgum stöðum i landinu,
safna frá þeim skýrslum og vinna úr greinilegt yfirlit yfir
meginveðráttuna. En eftir að símakerfi voru orðin almenn
i öllum siðuðum löndum, liefir starfsvið veðurfræðinnar
mjög fært út kvíarnar og fengið hagnýta og daglega þýð-
ingu fvrir landbúnað, sjósókn og iðnrekstur. — Til þess að
gefa nánari hugmvnd um, hvernig slik veðurfræðimiðstöð
hagar starfi sínu, set eg hér yfirlit yfir veðurfræðistöðina.
í Kaupmannahöfn eftir heimildum frá árinu 1912.