Skírnir - 01.01.1919, Blaðsíða 62
■Skfrnir]
Þýðingar.
55
■er betra að ræða þegar skriður er kominn á málið. Sæmi-
legt mætti telja að gefa út 100—150 arkir á ári, skáldrit
og fræðibækur jöfnum höndum. Landið yrði algerlega að
launa forstjóra útgáfunnar og þýðendunum. Hitt getur
verið álitamá', hvort heppilegra væri, að landssjóður kost-
aði sjálfur útgáfuna og hefði sinn eigin umboðsmann eða
fengi upplagið í hendur ötulum bóksala í umboðssölu, eða
þá fengi handritið bóksala, sem gæfi það út, með eða án
opinbers styrks, og seldi við því verði, sem um semdist
með honum og forstjóranum.
Mikið væri undir þvi komið, að vandað væri til
.stjórnar útgáfunnar. Forstjórinn yrði að geta helgað
henni allan tíma sinn og krafta. Hann ætti að velja
bækur, sjá um þýðendur, bera ábyrgð á því, að þýðing-
arnar væru vandaðar og útgáfurnar í alla staði sóma-
samlegar. Hann yrði i einu að vera smekkvís á íslenzkt
mál, hafa næman skilning á andlegum þörfum þjóðarinn-
innar og vera víðsýnn maður og fjölmentaður. En svo
gæti hann líka orðið einn af varðmönnum íslenzkrar menn-
ingar. Okkur er þörf margra slíkra, svo að fjarlægðin
og einangrunin verði okkur ekki að of miklu tjóni, svo
að við lifum ekki sífelt á úreltum skoðunum og menning-
arstraumum, á skini frá stjörnum, sem sjálfar eru kuln-
aðar.
XI.
Það sem um er að gera að birta í svona safni eru
einkum skáldsögur og fræðibækur. Að birta erlend kvæði
i því að nokkrum mun, getur ekki verið um að ræða.
Ljóðaþýðingar þurfa innblásinnar hrifningar, líkt og frum-
samin kvæði, ef nokkuð á að vera í þær varið — og slíkt
er ekki hægt að kalla fram með launum eða tilmælum.
Það hefir sýnt sig að islenzk alþýða á heldur bágt með
að lesa leikrit, og er það auðskilið, og verður ekki úr þvi
bætt. Hún er of óvön leiksýningum til þess að geta fylt upp
i eyðurnar fyiir hugskotssjónum sínum. Auðvitað eru til
leikrit, sem sérstaklega eru ætluð til lestrar, og það getur