Skírnir - 01.01.1919, Blaðsíða 30
'Skírnir]
Veðurfræðistöð á íslandi.
23
»vindsveipa«. Frá háþrýstisvæðunum (maxima) blása
'vindarnir út á við til allra hliða og beygja af í sömu átt
og úrvísirarnir. Kringum lágþrýstisvæðin hvirflast þeir i
g-agnstæða átt við vísirana á úrinu. Snúi maður baki í
vindinn, verður íægsta loftþrýstingin ekki beint af augum
en nokkuð til vinstri handar framundan, og hærri loft-
þrýstingin að baki tii hægri (auðmunað: »hærra< — »til
hægri«). Gilda þessar reglur á norðurhvelinu — á suður-
hvelinu eru þær gagnstæðar.
Myndirnar hér að framan eiga að sýna, hvernig vind-
■sveipar, kringum lágþrýsti (cyclon) og út frá háþrýsti
(anticyclon), líta út á norðurhveli jarðar. Sýna örvarnar
vindstefnurar. — Á lögmálinu fyrir því, hvernig vindar
'blási um yfirborð jarðarinnar, ef loftþyngdin er, þekt á
nægilega mörgum stöðum, byggist að miklu leyti aðferð
sú, er veðurfræðingar nota til að »segja fyrir« um veður
— og verður því nánar vikið að þ.ýí aftur.
Rakinn. í loftinu er jafnan meira eða minna af ralta.
Er það vatn, sem gufað hefir: upp. frá i yfirborði
láðs eða lagar og breyzt í gagnsæja litlausa lofttegund,
Fer það eftir hitastigi loftsins hve miklum raka það get-
ur haldið í sér. Sé loftið svo rakt sem það frekast getur
verið við vist hitastig, er það m e 11 a ð. Ef mettað loft
kólnar, verður rakinn í því sýnilegur, með því nokkuð af
honum þéttist í örsmáa vatnsdropa. Þegar sýður á vatns-
katli, sést gufustrokan úr stútnum ekki fast við opið,
því þar er hún óþéttuð og gagnsæ. Það er þvi ekki
vatnsgufan sjálf, sem er ógagnsæ, heldur vatnsdropar sem
hún myndar við kólnunina. Því meir sem loftið kólnar,
þvi meira þéttist af rakanum, sem í því er, droparnir
stækka unz þeir að lokum verða of stórir til að svífa i
lausu Iofti og falla til jarðar sem úrkoma. Nái kólnunín
niður fyrir frostmark, verður úrkoman snjór eða hagl —
annars regn.
Skýin myndast oftast við það er heitir loftstraumar
leita upp á við frá jörðunni. Kólna þeir þá sem áður er