Skírnir - 01.01.1919, Blaðsíða 99
92
Rith'egnir.
[Skirnir
Hún er eins og kirkjugarSur, þar sem ekkert sést eftir af hetjun-
nm, sem gengnar eru undir græna torfu, nema þögul nöfnin á
köldum legsteinunum. En það er lífið, sem lifað hefir bak við nokk-
ur þessi nöfn, sem G. G. hefir viljað reyna að vekja á ny í Fóst-
bræðrum. I öllum aðalatriðum hefir hann farið eftir þeim fornu
heimildum, sem fyrir lágu, en ort í eyðurnar af sínu eigin ímynd-
unarafli. Yfirieitt lield eg að lýslngarnar á iífi og hugsunarhætti
þeirra tíma, sem lyst er, séu íéttar og beri vott um, að höf. hafi
gert sór far um að lifa sig inn í menningarsögu tímabilsins. Marg-
ar lýsingarnar eru góðar og skemtilegar, t. d. iýsingin á blótinu á
Gaulum, heimsókn Hjörleifs hjá papanum o. fl. Stundum verða
þær þó full langdregnar. Þó eru þetta aukaatriði, að eÍDS um-
gerð utan um mannlýsingarnar, sem nú eins og áður eru mergur
málsins hjá G. G. Að vísu eru engar persónur í þessari bók á
borð við t. d. Gest eineygða eða fóra Sturlu, sem að ýmsu leyti
voru svo einkennilegar og nýjar sálarlýsingar í ísl. bókmentum,
hvaða skoðanir sem menn aunars kunna að hafa á þeim, að þær
hefðu átt að geta aflað höf. meiri samúðar en þær hafa gert. Ýms-
ar mannlýsingar í Fóstbræðrum eru þó skýrar, ef til vill ekki sfzt
sumar aukapersónurnar, t. d. Orn gamli og Hróðmar. Og ástasög-
urnar, sem slungið er saman við örlögþættina í lífi aðalpersónanna,
eru fallegar og lýsingin á Ilelgu Arnardóttur sennilega sú bezta í
bókinni, ef vel er lesið. Aftur á móti virðast mór lýsingarnar á
Ingólfi og Hjörleifi ekki hafa orðið ein3 stórfeldar og eftirminnileg-
ar og búast hefði mátt við, þótt víða só brugðið skörpu ljósi yfir
einkenni og mismun á lundarlagi þeirra, bæði í hugleiðingum sjálfra
þeirra og ýmsum atvikum, alt frá því þeir urðu samferða yfir
heiðina í Noregi og þangað til þeir skildu, við ísland. Þessi ein-
kenni þeirra og mismunur kemur í rauninni allur fram í lýsing-
unni á því, þegar þeir rista upp jarðarmenið til að sverjast i fóst-
bræðralag: Iugólfur risti áfram með jöfnum tökum, hann var róleg-
ur og lót ekki á sig fá. — — Leifur var æstur, har.n sargaðl
áfram af öllum mætti, svo að röndin hjá honum varð bogin og
ójöfn. — —
Þetta gæti mint á lýsingu íslendingasagna. En annars eiga
Fóstbræður, eins og flestar aðrar nýrri skáldsögur, lítið skylt við
framsetningarhátt eða málb’æ þeirra, og finst sumum það Ijóður á
ráði rits, sem lj'sa á sama tíma. Eu svo þarf ekki að vera. Fóst-
bræður eru t. d. í insta eðli sínu nútíma saga, engu síður en forn-
saga, þegar til sálarlýglnganna kemur. Og hver tími eða höf. á