Skírnir - 01.01.1919, Blaðsíða 67
60
Þýðingar.
[Skirnir
öll söfn af ódýrum alþýðuútgáfum að^lifa mest á bókum,
sem eru svo gamlar (meira en 5.0 ára), að þær eru orðn-
ar frjálsar. Þetta er alls ekki heppilegt, og væri meira
lesið af góðum bókum, ef alþýðan ætti sífelt kost á þeim
beztu, jafnóðum og þær koma út. En við getum sneitt hjá
þessu skeri.
Við þurfum ekkert annað en velja bókina, kosta þýð-
inguna, einhvern hluta af útgáfukostnaðinum, eftir því
hvað bókin á að vera miklu ódýrari en sannvirði. Þá
höfum við í hverri vel valinni bók eignast alþýðukenn-
ara, sem ekki þarf meira að hugsa um, hvorki að fæða
né launa. Ilann er að vísu ekki eins fjölhæfur og kenn-
arinn, ekki eins eftirgangssamur, og samt er oft meira
vit í einni bók en meðalhausi, og hún smýgur oft inn í
kyrðina, og læsist þar í hugann betur en orð kennarans.-
Og þar sem kennarinn nær til nokkurra tuga í einu, nær
bókin til hvers sem vill. Hún er meira en ein og þríeinr
hún getur verið ein og þrjúþúsundein, ef vill, skifst i þrjú
þúsund staði, verið lesin af 10000 og samt verið heil á
hverjum stað. Þar sem efninu verður ekki skift, nema
með því að eífelt koini minna og minna í hvern hlut, er
andinn í einu óskiftur og verður þó gefinn i ótal staði.
Og með því að taka höndum saman við hann, getur féð
orðið ótrúlega frjósamt. Það er ein af mestu fjarstæðum
og dásemdum heimsins, þó hún sé nú orðin svo algeng að
fáir hugsa um liana, að hægt skuli að vera að kaupa rit
eins og Nýja testamentið, Fást og Passíusálmana fyrir 1
—2 kr. og þaðan af minna, eða likt og einn lélegur máls-
verður kostar.
Og svona safn yrði ekki einungis lífsblóð sjálfment-
unarinnar í landinu, sem næði út á livern skaga og inn í
hvern dal, engar hríðar eða fjarlægð gætu heft af starfa,.
sem tæki við mönnum í æsku og fylgdi þeim æfina á
enda. Sumar gömlu bækurnar nýjar fyrir hvern aldur, af
því ný reynsla opnar þar sífelt nýja lieima. En það
mundi líka verða vopn i hendi skólanna, til þess gætu
kennararnir vísað, þangað gætu margir þeirra átt ærið að