Skírnir - 01.01.1919, Blaðsíða 55
48
Þýðingar.
[Sklrnir
komna þá menningarstefnu, sem yið höfum erft, í stað
þess að elta sífelt erlendar fyrirmyndir, getum við sjálfir
ekki einungis fundið það, sem okkur hæfir bezt, heldur líka
orðið öðrum eftirdæmi.
Það er ekkert fordildarmál fyrir þjóð að vilja leggja
eitthvað til heimsmenningarinnar. Því það er eins nauð-
synlegt mannlegu eðli að gefa og að þiggja; hvorttveggja
verður að skiftast á í heilbrigðum andardrætti iífsins. En
þar sem um atriði eins og sjálfmentun alþýðu er að ræða,
er óþarft að leggja áherzlu á áhrifin út á við, ef einhver
kann að efast um þau, þvi að innri nauðsyn hennar og
gildi er svo vafalaust, að það eitt er ærin ástæða til þess
að leggja alla rækt við hana, sem hægt er. Gæfa okkar
og gengi, stundleg og eilíf velferð, byggir á sjálfmentun-
inni sem hornsteini. Andlega menningin hlýtur altaf að
vera síðasta takmark hvers einstaklings og hverrar þjóðar.
Og eigi andleg menning að lifa á íslandi, verður henni
ekki vísað til griðastaða með einstökum stéttum eða, í fá-
einum kenslustofnunum. Landið er svo fáment og strjál-
bygt, að hún verður úti ef hún á ekki víst athvarf í
hverju koti, og hver einstaklingur er ekki viðbúinn að
veita henni húsaskjól og brautargengi af eigin hvötum.
VI.
En úr því sjálfsmentunin er svo mikils virði fyrir
þjóðina, er eðlilegt að athuga ástand hennar nánar, hverj-
ar horfur eru fyrir framtíð hennar og hvað verður fyrir
hana gert.
Ef nákvæmlega ætti að gera grein fyrir hugtakinu
sjálfmentun, mundu verða á því allir sömu örðugleikarnir
og að gera grein fyrir hvað mentun er. Rúmið leyfir ekki
að ræða slíkt, enda get eg komist af með minna. Til-
gangur þessarar greinar er hagnýtur, og því er meira
virði að gera sér grein fyrir helztu meðölum sjálfmentun-
arinnar en eðli hennar og marki. Og þá vill svo vel til,
að um það verður ekki deilt, hvert sé helzta vopnið í