Skírnir - 01.01.1919, Blaðsíða 32
Skírnir]
VeðurfræðÍ8töð á íslandi.
25-
Stöðin var stofnuð árið 1872 að frumkvæði N. Hoff-
meyers herforingja. Höfðu þá veður-athugunastöðvar ver-
ið reknár um tólf ára skeið undanfarið á ýmsum 'stöðum
í landinu. Var fyrst framan af einkum starfað að stofn-
un fieiri athuganastöðva og safnað skýrslum frá þeim.
En brátt varð starfið svo umfangsmikið, að því var skift
í fjórar deildir, er hver hefir sitt ákveðna starfsvið. Eru
þær 1. loftslagsfræði-deild (klimatologisk Afd.), 2. sjófræði-
deild (nautisk Afd.), 3. segulmagnsdeild (magnetisk Afd.)1)
og veðurrannsóknadeild eða »veðurþjónustu«deildin.
Loftslagsfræði-deildin safnar og vinnur úr
öllum skýrslum og athugunum, sem snerta loftslag í Dan-
mörku, Færeyjum og íslandi. Fær hún mánaðarlegar
skýrslur frá hátt á annað hundrað athuganastöðvum í þess-
um löndum. Ennfremur berast deildinni fjölda margar
fyrirspurnir, bæði frá yfirvöldum og einstökum mönnum
um ýms veðurfræðileg atriði, sem lúta að landbúnaði, skóg-
græðslu og garðyrkjip byggingum, framræslu o. fl. Veitir
deildin þeim svör eftir því sem föng eru til.
Deildin gefur út árbók í tvennu lagi. í fyrra hluta
eru skráðar veðurathuganir frá helztu stöðvunum í Dan-
mörku sjálfri, en í öðrum hluta frá íslandi, Færeyjum og
Grænlandi.
S j,ó f r æ ð i d e i 1 d i n veitir viðtöku bæði veðurfræði-
og vatnfræði-athugunum frá vitaskipum og dönskum skip-
um, er eiga leið um norðurhluta Atlanzhafsins. Einnig
öllurn heimildum, dönskum og erlendum, um ísafarið í Is-
hafinu. Hún tilkynnir með ísmerkjum, þegar einhver-
staðar eru ístálmanir á dönskum siglingaleiðum. Gefur út
árbók um þessi efni »Nautisk-meteorologisk Aarbog«.
Veðurrannsókna-deildin hefir umfangsmest
staif þessara deilda. Hefir hún eigi færri en þrjá vísinda-
menn í þjónustu sinni auk aðstoðarmanna. Veitir hún
þrisvar á degi hverjum viðtöku veðurskeytum frá 21
') Annast mælingar og athuganir á jarðsegnlmagninu og áttaskekkjni
af völdum þess i Danmörku.