Skírnir - 01.01.1919, Blaðsíða 56
Skírnir]
Þýðingar.
49
hendi þess, sem vill menta sjálían sig, svo að alt annað
verður lítilfjörlegt L samanburði við það. Það eru b æ k -
u r n a r. I bókunum finnur maðurinn heím, sem er óend-
anlega auðugri en það brot af lífinu, sem hann á kost á
að kynnast. I þessum heimi á hann kost á að fá fangið
fult af dýrustu gersemum mannsandans. Vísindamaðurinn
gefur honum þekkingu sína, vísindaaðferðir og hugsanir.
Skáldið drauma sína, lifsspeki og dýrustu tilfinningar.
Stórmennið eftirdæmi sitt og reynslu. Hann getur ferðast
með landkönnuðinum, setið til borðs með vitringunum,
kannað djúp rúms og tíma. Hann getur fundið þar hið
hversdagsnýtasta og háleitasta, frá leiðarvísi til að bæta
skóinn sinn til reynslu dulspekinganna.
Ekkert er fjarstæðara en að reyna að líta á bækur
og lif sem andstæður. Bækur eru líf, niðursoðið lif, saf-
inn úr lífinu, reynsla og hugsanir forfeðra okkar og sam-
timamanna. An bókanna, beinna og óbeinna áhrifa þeirra,
mundum við skilja miklu minna í lifandi lífinu kringum
okkur, þær kenna okkur bæði að athuga það og ihuga.
Ef við viljum læra að þekkja jurtirnar í sveitinni okkar,
jarðmyndunina í fjöllunum, stjörnurnar á himninum, við-
burðina í heiminum, ef við viljum fræðast um sál okkar
og likama, — hverrar mentunar sem við leitum, rekumst
við alstaðar á bækurnar sem greiðustu leiðina að henni.
Hitt er annað mál, að bókvitið er ekki alt lífið, ment-
unin er ekki alt lifið. Hún er höfuðstóll, sem verður að
leggja í hættu, koma í veltuna í leik lífsins, svo að hún
beri ávöxt. En þar skiftir miklu máli að hafa þennan
höfuðstól og auka hann sífelt.
VII.
Það má heita ógerningur að svara spurningunni um
ástand sjálfmentunarinnar í landinu með nokkurri ná-
kvæmni. En samkvæmt því, sem nú var sagt, má svara
henni óbeinlinis til sæmilegrar hlítar með því að athuga
bókakost þjóðarinnar.
4