Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1919, Side 56

Skírnir - 01.01.1919, Side 56
Skírnir] Þýðingar. 49 hendi þess, sem vill menta sjálían sig, svo að alt annað verður lítilfjörlegt L samanburði við það. Það eru b æ k - u r n a r. I bókunum finnur maðurinn heím, sem er óend- anlega auðugri en það brot af lífinu, sem hann á kost á að kynnast. I þessum heimi á hann kost á að fá fangið fult af dýrustu gersemum mannsandans. Vísindamaðurinn gefur honum þekkingu sína, vísindaaðferðir og hugsanir. Skáldið drauma sína, lifsspeki og dýrustu tilfinningar. Stórmennið eftirdæmi sitt og reynslu. Hann getur ferðast með landkönnuðinum, setið til borðs með vitringunum, kannað djúp rúms og tíma. Hann getur fundið þar hið hversdagsnýtasta og háleitasta, frá leiðarvísi til að bæta skóinn sinn til reynslu dulspekinganna. Ekkert er fjarstæðara en að reyna að líta á bækur og lif sem andstæður. Bækur eru líf, niðursoðið lif, saf- inn úr lífinu, reynsla og hugsanir forfeðra okkar og sam- timamanna. An bókanna, beinna og óbeinna áhrifa þeirra, mundum við skilja miklu minna í lifandi lífinu kringum okkur, þær kenna okkur bæði að athuga það og ihuga. Ef við viljum læra að þekkja jurtirnar í sveitinni okkar, jarðmyndunina í fjöllunum, stjörnurnar á himninum, við- burðina í heiminum, ef við viljum fræðast um sál okkar og likama, — hverrar mentunar sem við leitum, rekumst við alstaðar á bækurnar sem greiðustu leiðina að henni. Hitt er annað mál, að bókvitið er ekki alt lífið, ment- unin er ekki alt lifið. Hún er höfuðstóll, sem verður að leggja í hættu, koma í veltuna í leik lífsins, svo að hún beri ávöxt. En þar skiftir miklu máli að hafa þennan höfuðstól og auka hann sífelt. VII. Það má heita ógerningur að svara spurningunni um ástand sjálfmentunarinnar í landinu með nokkurri ná- kvæmni. En samkvæmt því, sem nú var sagt, má svara henni óbeinlinis til sæmilegrar hlítar með því að athuga bókakost þjóðarinnar. 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.