Skírnir - 01.01.1919, Blaðsíða 54
Skirnir]
Þýðingar.
47
Þó að sjálfmentun okkar sé enn þá í mörgu stórum
áfátt, þá eigum við nóga menn, sem geta visað leiðina í
rétta átt. Menn, sem hafa leitað sér mentunar af innri
þörf og hreinum hvötum, af þrá til þroska og ást á þekk-
ingu og skilningi — hafa farið hægt af stað, byrjað seint
og vitandi vits, en haldið áfram til elliára, aldrei tekið
fram fyrir hendurnar á eðlilegri rás þroskans, sífelt haldið
nánu sambandi milli hugsunar og lífs, þeKkingar og verka.
Sjálfmentunin stefnir að manngildi, þar sem skólamentun-
in vill gera menn að steinum í vegg eða hjólum í vél.
V.
Þjóðirnar eru eins og hljóðfæri i orkestri heimsmenn-
ingarinnar. Þau eru misjöfn að styrkleik og hljómferð,
en ekkeit má þegja ef vel á að vera. Samvinna allra
þjóða, þar sem hver um sig er nauðsynleg heildinni og
um leið öllum hinum, er eini trausti grundvöllurinn, sem
í'éttlæti og friður verða bygð á. Við íslendingar getum
látið okkur sæma að vera ekki nema veik fiðla á þessu
hljómþingi, ef röddin er hrein, þó hún sé veik. En við
getum ekki sjálfra okkar vegna verið utan við það, látið
okkar hvergi gæta í samhljómnum. Það væri óbætanlegur
skaði fyrir sjálfsvirðingu okkar, mundi ósjálfrátt marka
bvern einstakling þurfamannsmarkinu, hvað sem þörf
heimsins á hjálp okkar liði.
Það er mér ljúf tilhugsun, að á íslendinga framtíðar-
innar mætti benda sem fyrirmyndarþjóð í jöfnuði mentun-
ar og manngildis. Að hjá okkur rey.ndi hver maður sjálf-
ur að þroska hæíileika sina, að finna þá braut, sem lion-
um er eðlilegust, að vera vakandi og vaxandi fram á
elliár. Við erum að færast inn á meiri lýðfrelsisöld og
jafnaðar en nokkru sinni fyr, en um leið hlýtur menning
alþýðunnar að verða sífelt meira íhugunarefni. Smáþjóð-
irnar geta gert tilraunir, sem verða ómetanlegar fyrir hin-
ar stærri, og þvi merkilegri, sem þær eiga dýpri rót í
eðli þjóðarinnar og staðháttum landsins. Með því að full-