Skírnir - 01.01.1919, Blaðsíða 70
Skirnir]
Þýðingar.
6£
leiks, heldur í hagnýtum tilgangi. Og ef hún ber ekki
hagnýtan ávöxt, þá væri hún betur ekki skrifuð og ekki
lesiu. Ef svona hugmynd er ekki framkvæmd, er hún
einskis virði. Hún er meira. Hún er stórspillandi. í
hvert skifti sem maður kynnist hugmynd, sem á að fram-
kvæma og hægt er að framkvæma, viðurkennir gildi henn-
ar: »já, eiginlega er þetta satt, eiginlega ætti eg að gera
þetta, og gæti líklega gert það« — og gerir svo ekki
neitt, snýr sér til veggjar, og sofnar með kvöldbæn dáð-
leysingjans: »það er nú svona fyrir manni«, þá hefir hann
minkað. Hann er á þeirri hægu leið, sem »hallar undan
fæti«. Að sjá hið rétta, liið bezta, og una svo því næst-
bezta eða næstversta, það er dauðasynd einstaklinga og
Þjóða. Það er að rjúfa samband framkvæmda og hug-
sjóna — gera hugsjónirnar að magnlausum skuggum sjálfra
sín, og verkin að skrípamyndum hugsjónanna, ekki sköp-
uð í mynd þess bezta í okkur, heldur hins lakasta. Það
er betra að vita ver og breyta eftir því skársta, sem
maður veit, en vita betur og gera það ekki. Skoðanir fá
gildi sitt með því að komast í framkvæmd. Annars eru
þær dauð lieilafylli. Það er enginn, sem er sannfærður
um réttmæti þess, sem hér hefir verið sagt (og þetta mál
kemur hverju læsu mannsbarni á landinu við), sem ekki
getur gert eitthvað til þess að skapa það almenningsálitr
sem hlýtur að knýja það fram af sjálfu sér.
Sigurður Nordal.