Skírnir - 01.01.1926, Page 229
'Skírnir]
Ritfregnir.
215
Því, sem Þorv. Thoroddsen fékk afkastað í íslenzkri jarðfræði,
má jafna við afrek Björns Gunnlaugssouar í kortagerð (slands. Hann
hefir búið svo í hendurnar á eftirkomendum sínum, að þeir geta
óskiftir snúið sér að sérrannsóknum í íslenzkri jarðfræði og er þar
ótæmandi verkefni að vinna.
Að svo miklir ávextir sjást af jarðfræðisrannsóknum Þorvalds
er því að þakka, hve duglegur og afkastamikill rithöfundur hann
var. Við skrifborðið, með penna í hönd, var hann sannur víkingur.
í banalegunni, þegar veikindin höfðu lamað svo hægri hönd hans,
að hann eigi gat valdið pennanum, tók hann að æfa síg i að rita
með hinni vinstri, til þess að geta haldið áfram ritstörfum sínum.
Slíkt er trúmenska við starf sitt. G. G. B.
íslenzkar þjóðsögur og sagnir. Safnað hefir og skráð Sig-
fús Sigfússon. I—111. Seyðisfirði 1922—25.
Þegar Þjóðsögur Jóns Árnasonar komu út, hugðu margir, að
þar væri samankomið alt það, sem markverðast væri i þjóðtrú ís-
lendinga og vert væri að hirða, og að þjóðsögum mundi eigi verða
safnað að neinu marki hér á landi eftir það. En það kom brátt í
ljós, bæði að Jón Árnason og samverkamenn hans höfðu eigi safnað
öllu er til var, sem eigi var heldur við að búast, og að nýjar þjóð-
sögur urðu til árlega. Enn í dag verða þær sí og æ til. Þjóðtrúin
er sá Vitazgjafi, sem enn hefir ekki orðið ófrær hér á landi. Um
það ber hið mikla þjóðsagnasafn Sigfúsar Sigfússonar frá Eyvindará
Ijósastan vott.
Á tvítugsaldri hóf Sigfús að safna þjóðsögum og sögnum.
Hefir hann haldið því áfram til þessa og notað til þess hverja tóm-
stund sína og er nú um sjötugt. Árangurinn af þessu æfistarfi hans
er langstærsta íslenzka þjóðsögusafnið, sem til er, og liklega stærsta
þjóðsögusafn, sem nokkur einn maður hefir safnað fyr eða síðar.
Ætla kunnugir menn, að safn hans muni verða um 400 arkir prent-
aðar. Er Sigfús því afkastamestur allra íslenzkra alþýðufræðimanna,
ef til vill að Gísla Konráðssyui einum undanskildum. Safni sínu
hefir Sigfús skipt í 16 flokka. Þrír fyrstu flokkarnir eru nú komnir
úL Eru þeir alls um 40 arkir. Fyrsti flokkurinn kom út 1922. Eru
þar sagnir um æðstu völdin, guð og kölska, paradis og helvítí og
refsidóma drottins. í öðrum flokknum, er út kom 1924, eru vitrana-
sögur. Segir þar frá svefnsýnum og draumspám, fyrirburðum og
fyrirboðum, fyrirsögnum og forspám. Þriðji flokkurinn eru drauga-
sögurnar. Það sem út er komið af safninu, er að vísu ekki nema
iíundi hluti þess, en af því má þó væntanlega fara nærri um, hvers
virði þetta starf höf. er.
Öllum er nú á tímum orðið það ljóst, hversu mikilvægur þáttur
bókmerrtanna þjóðsögur eru. Hvergi birtist andi þjóðarinnar betur