Valsblaðið - 24.12.1969, Page 5

Valsblaðið - 24.12.1969, Page 5
VALSBLAÐIÐ 3 - STARFIÐ ER MARGT - ÚR SKÝRSLU AÐALSTJÓRNAR: Hér á eftir verður drepið á nokkra þætti félagsmála Vals á starfsárinu, sem er að líða og aðalstjórnin hefur látið sig skipta, sérstaklega. En stjórn félagsins var öll endur- kjörin á aðalfundi þess, sem hald- inn var 12. marz s.l. Hana skipa þessir félagar: Ægir Ferdinandsson formaður, Friðjón Friðjónsson vara- formaður, Einar Bjömsson ritari, Þórður Þorkelsson gjaldkeri, Jón Kristjánsson bréfritari. Þá voru for- menn deildanna sjálfkjörnir í aðal- stjórnina. Hefur sá háttur verið við- hafður undanfarin ár. En allt hið umfangsmikla starf innan Vals fer fyrst og fremst fram innan deild- anna, sem nú eru þessar: Knatt- spyrnudeild, Handknattleiksdeild, Skiðadeild og Badmintondeild. Sam- starfið milli aðalstjórnar og deildar- stjórna hefur á þessu starfsári, sem endranær, verið með ágætum. Hef- ur aðalstjórnin, svo sem er skylda hennar, veitt deildunum alla þá að- stoð, sem hún hefur mátt og leitað hefur verið eftir. Formenn deildanna voru á kjörtímabilinu: Elías Her- geirsson, Knattspyrnudeild, Þórar- inn Eyþórsson, Handknattleiksdeild, Stefán Hallgrimsson, Skíðadeild og Páll Jörundsson, Badmintondeild, en á aðalfundi deildarinnar, sem hald- inn var 11. sept. s.l. óskaði Páll að láta af formennsku og í hans stað Vár kjörinn formaður Sigurður Tryggvason. Eitt viðamesta mál, sem fyrir að- alstjórnina bar á starfsárinu, var stækkun Hliðarenda-landsins. Með bréfi, sem lagt var fyrir stjórnar- fund hinn 28. april s.l. og samþykkt þar og síðan sent Borgarráði, var fyrsta skrefið stigið til stækkunar Hlíðarendalands, með fjölgun íþróttavalla fyrir augum og bætta aðstöðu til íþróttastarfsemi á annan hátt. Stjórnin hefur síðan unnið lát- laust að máli þessu. Þá hófst getraunastarfsemin á ár- inu á vegum iBR, KSl og ISl, svo sem kunnugt er. En félög innan ISl gátu tekið að sér umboðsstarf fyrir þær. Trúnaðarmaður Vals í þessu sambandi var kjörinn Friðjón Frið- jónsson varaformaður. Samþykkt var að deildirnar ann- ist, hver fyrir sig, sölu miðanna og hljóti ágóða (sölulaun) eftir því, hversu duglegar þær eru við söluna. En þó skal sala sú, sem fram fer í sælgætissölunni í íþróttahúsinu eða ágóði hennar, renna til greiðslu á sameiginlegum kostnaði við fram- kvæmd getraunanna af Vals hálfu. Ekki verður annað sagt en starfsemi Vals að þessu máli hafi gengið vel undir öruggri forsjá Friðjóns. Að venju var „opið hús“ að Hlíð- arenda hinn 11. maí, stofndag Vals. Eins og jafnan áður kom margt fólk í heimsókn til Vals þennan dag. Á fundi aðalstjórnar hinn 28. apríl var samþykkt í einu hljóði að gera And- reas Bergmann að heiðursfélaga Vals, fyrir langt og dyggilegt starf að mál- efnum félagsins En Andreas hefur komið mjög við sögu Vals á liðnum áratugum og lagt gjörva hönd á flesta þætti félagsstai'fsins. Verið jafnan þar í fylkingarbrjósti sem þörfin var mest á hverjum tíma. Til- kynnt var um samþykkt stjórnar- innar um heiðursfélagakjörið á af- mælisdaginn, með ræðu formanns Ægir Ferdinandsson formáSur. Ægis Ferdinandssonar, sem síðan af- henti Andreasi heiðursfélagaskír- teinið. I ræðu sinni rakti formaður störf Andreasar fyrir félagið á liðn- mn árum um leið og hann þakkaði þau og skoraði á aðra Valsmenn, að taka Andreas til fyrirmyndar í marg- þættum félagsstörfum, þar sem óeig- ingirni og árvekni sætu í fyrirrúmi. Þá þakkaði Andreas með ágætri ræðu þann heiður, sem honum væri sýnd- ur með þessu. I fyrra var í fyrsta sinn efnt til svonefnds Valsdags, sem tókst mjög vel. Var það í ágústmánuði, sem hann var hafður. 1 ár var þessi dag- ur hafði í annað sinn og í sama mánuði og með svipuðu sniði. Tókst og vel, en hins vegar voru veður- guðirnir ekki eins vinsamlegir nú og í hið fyrsta skipti. Því veðrið að þessu sinni var eins óhagstætt og það var hagstætt í fyrra. En þrátt fyrir það fór dagurinn fram samkvæmt áætl- un. Á öðrum stað í blaðinu er skýrt nánar frá deginum. Undanfarið hefur verið rætt um það að gefa út dálítinn bækling um

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.