Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 5

Valsblaðið - 24.12.1969, Blaðsíða 5
VALSBLAÐIÐ 3 - STARFIÐ ER MARGT - ÚR SKÝRSLU AÐALSTJÓRNAR: Hér á eftir verður drepið á nokkra þætti félagsmála Vals á starfsárinu, sem er að líða og aðalstjórnin hefur látið sig skipta, sérstaklega. En stjórn félagsins var öll endur- kjörin á aðalfundi þess, sem hald- inn var 12. marz s.l. Hana skipa þessir félagar: Ægir Ferdinandsson formaður, Friðjón Friðjónsson vara- formaður, Einar Bjömsson ritari, Þórður Þorkelsson gjaldkeri, Jón Kristjánsson bréfritari. Þá voru for- menn deildanna sjálfkjörnir í aðal- stjórnina. Hefur sá háttur verið við- hafður undanfarin ár. En allt hið umfangsmikla starf innan Vals fer fyrst og fremst fram innan deild- anna, sem nú eru þessar: Knatt- spyrnudeild, Handknattleiksdeild, Skiðadeild og Badmintondeild. Sam- starfið milli aðalstjórnar og deildar- stjórna hefur á þessu starfsári, sem endranær, verið með ágætum. Hef- ur aðalstjórnin, svo sem er skylda hennar, veitt deildunum alla þá að- stoð, sem hún hefur mátt og leitað hefur verið eftir. Formenn deildanna voru á kjörtímabilinu: Elías Her- geirsson, Knattspyrnudeild, Þórar- inn Eyþórsson, Handknattleiksdeild, Stefán Hallgrimsson, Skíðadeild og Páll Jörundsson, Badmintondeild, en á aðalfundi deildarinnar, sem hald- inn var 11. sept. s.l. óskaði Páll að láta af formennsku og í hans stað Vár kjörinn formaður Sigurður Tryggvason. Eitt viðamesta mál, sem fyrir að- alstjórnina bar á starfsárinu, var stækkun Hliðarenda-landsins. Með bréfi, sem lagt var fyrir stjórnar- fund hinn 28. april s.l. og samþykkt þar og síðan sent Borgarráði, var fyrsta skrefið stigið til stækkunar Hlíðarendalands, með fjölgun íþróttavalla fyrir augum og bætta aðstöðu til íþróttastarfsemi á annan hátt. Stjórnin hefur síðan unnið lát- laust að máli þessu. Þá hófst getraunastarfsemin á ár- inu á vegum iBR, KSl og ISl, svo sem kunnugt er. En félög innan ISl gátu tekið að sér umboðsstarf fyrir þær. Trúnaðarmaður Vals í þessu sambandi var kjörinn Friðjón Frið- jónsson varaformaður. Samþykkt var að deildirnar ann- ist, hver fyrir sig, sölu miðanna og hljóti ágóða (sölulaun) eftir því, hversu duglegar þær eru við söluna. En þó skal sala sú, sem fram fer í sælgætissölunni í íþróttahúsinu eða ágóði hennar, renna til greiðslu á sameiginlegum kostnaði við fram- kvæmd getraunanna af Vals hálfu. Ekki verður annað sagt en starfsemi Vals að þessu máli hafi gengið vel undir öruggri forsjá Friðjóns. Að venju var „opið hús“ að Hlíð- arenda hinn 11. maí, stofndag Vals. Eins og jafnan áður kom margt fólk í heimsókn til Vals þennan dag. Á fundi aðalstjórnar hinn 28. apríl var samþykkt í einu hljóði að gera And- reas Bergmann að heiðursfélaga Vals, fyrir langt og dyggilegt starf að mál- efnum félagsins En Andreas hefur komið mjög við sögu Vals á liðnum áratugum og lagt gjörva hönd á flesta þætti félagsstai'fsins. Verið jafnan þar í fylkingarbrjósti sem þörfin var mest á hverjum tíma. Til- kynnt var um samþykkt stjórnar- innar um heiðursfélagakjörið á af- mælisdaginn, með ræðu formanns Ægir Ferdinandsson formáSur. Ægis Ferdinandssonar, sem síðan af- henti Andreasi heiðursfélagaskír- teinið. I ræðu sinni rakti formaður störf Andreasar fyrir félagið á liðn- mn árum um leið og hann þakkaði þau og skoraði á aðra Valsmenn, að taka Andreas til fyrirmyndar í marg- þættum félagsstörfum, þar sem óeig- ingirni og árvekni sætu í fyrirrúmi. Þá þakkaði Andreas með ágætri ræðu þann heiður, sem honum væri sýnd- ur með þessu. I fyrra var í fyrsta sinn efnt til svonefnds Valsdags, sem tókst mjög vel. Var það í ágústmánuði, sem hann var hafður. 1 ár var þessi dag- ur hafði í annað sinn og í sama mánuði og með svipuðu sniði. Tókst og vel, en hins vegar voru veður- guðirnir ekki eins vinsamlegir nú og í hið fyrsta skipti. Því veðrið að þessu sinni var eins óhagstætt og það var hagstætt í fyrra. En þrátt fyrir það fór dagurinn fram samkvæmt áætl- un. Á öðrum stað í blaðinu er skýrt nánar frá deginum. Undanfarið hefur verið rætt um það að gefa út dálítinn bækling um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.