Valsblaðið - 24.12.1969, Page 18

Valsblaðið - 24.12.1969, Page 18
16 VALSBLAÐIÐ MEISTARAFLOKKUR IIVENNA — REYKJAVlKURMEISTARAR 1968. FREMRl RÖÐ f. v.: SigríSur SigurSardóttir, Sigrún GuSmundsdóttir, GuSbjörg Árnadóttir, Sigurjóna SigurSar- dóttir, Björg GuSmundsdóttir og Anna B. Jóhannesdóttir. AFTARl RÖÐ f. v.: Ragnh. Bl. Lárusdóttir, Sigrún Ingólfsdóttir fyrirliSi, GuSbjörg Egilsdóttir, Ólöf Kristjáns- dóttir, Þórarinn Eyþórsson þjálfari, Þóranna Pálsdóttir, Erla Magnúsdóttir, Hrafnhildur Ingólfsdóttir og Ölöf SigurSardóttir. 1 Reykjavíkurúrvali. Jón Karlsson, Bjarni Jónsson, Ól- afur Jónsson. / Pressuúrvali. Bergur Guðnason, Finnbogi Krist- jánsson. / landsliði. Ólafur Jónsson, Bjarni Jónsson og Jón Karlsson. 1 unglingalandsliÖi pilta. Geirarður Geirarðsson, Stefán Gunnarsson og Jakob Benediktsson. 1 unglingalandsliði stúlkna. Björg Guðmundsdóttir, Guðbjörg Egilsdóttir, Sigurjóna Sigurðardóttir og Þóranna Pálsdóttir. Skemmti- og frœðslufundir. Nokkrir skemmtifundir voru haldnir fyrir yngri flokkana og tók- ust þeir vel og voru vel sóttir. Þá var og haldin uppskeruhátíð eftir Reykjavíkurmótið 1968 og var hún vel sótt. Eins og undanfarin ár sáu þjálf- arar flokkanna um fræðslufundi fyr- ir sitt fólk. Meistaraflokkur, 1. flokk- ur og 2. flokkur karla höfðu tvo fræðslufundi í félagsheimilinu og voru fengnir tveir góðir sérfræðing- ar til að halda fyrirlestur um svip- að mál, það er að segja um hvað væri að gerast í líkamanum við allt þetta erfiði, sem samfara er æfing- um, og hvað hægt er að gera til að halda sér í þjálfun. Erindi þessi voru vel metin af þeim er á hlýddu og voru fyrirlesurum, þeim Jóni Er- lendssyni og Jóni Ásgeirssyni, þökk- uð dvölin meðal Valsmanna með margföldu heiðursklappi. FerÖalög og heimsóknir. Meistaraflokkur karla ferðast einu sinni á ári hverju til Akureyrar og er það eiginlega orðinn fastur lið- ur hjá Akureyringum að bjóða þeim til keppni á Akureyri og þá vana- lega tveir leikir. 1 þetta sinn fóru þeir einir og léku tvo leiki og unnu báða. Meistaraflokkur kvenna fór til Akraness í sambandi við Islands- mótið utanhúss og dvöldu þar frá föstudegi til og með sunnudegi í góðu yfirlæti Skagamanna. Greini- legt er á móttökunum, sem þær hlutu þar, að þar (það er að segja á Akra- nesi) eigum við mjög góða vini, því slikar voru móttökurnar þá. 2. flokkur kvenna fór til Neskaup- staðar og keppti þar i íslandsmót- inu utanhúss. Ferð sú var nokkuð góð og móttökur sérlega góðar. En heldur þótti langt að þurfa að fara yfir landið endilangt til að taka þátt í þessu utanhússmóti og var mjög mikill ferðakostnaður við það. Dag- ana 22. febrúar til 1. marz dvöldu hjá okkur danska handknattleikslið- ið M.K. 31 og lék hér fjóra leiki á okkar vegum. Eins og fram kom í siðustu ársskýrslu, þá átti Valur rétt á vorheimsókninni þetta árið og féll

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.