Valsblaðið - 24.12.1969, Síða 21
VALSBLAÐIÐ
19
Tveir af badminton-meisturum Vals, Jón Gíslason til vinstri og Helgi Benediktsson til
hœgri. I miSiS er þjálfarinn Rafn Viggósson.
dregið mjög úr áhuga fyrir að ganga
frá því, sem eftir er að gera.
Tvær telpur tóku þátt í Reykja-
víkurmótinu í svigi í telpnaflokki
11—12 ára og 12—14 ára. Þær Guð-
ný Stefánsdóttir og Inga Stefáns-
dóttir.
Fulltrúi Vals í Skíðaráði Reykja-
víkur var Stefán Hallgrímsson og til
vara Þórður Guðmundsson.
F. h. stjórnar
Síefán Hallgrímsson.
að skíðamálum Vals
Á undanförnum árum hefur
Skíðadeild Vals átt í miklum erfið-
leikum með starfsemi sína, sem ein-
göngu stafar af því að menn vantar
til þess að leggja virka hönd á það,
sem þar þarf að gera. Er sennilega
aðalorsökin snjóleysið, sem verið
hefur um langa hríð eða nokkra
vetur. Ekki hefur þó vantað að til
væri ötull forustumaður í skíða-
deildinni, en það er Stefán Hall-
grímsson, sem hefur sýnt mikla
þrautseigju og elju. Við skulum vona
að snjórinn komi í vetur til að kynda
undir áhuganum fyrir skíðaferðum.
Hvernig væri annars að hinar
deildirnar þrjár söfnuðu liði, þó ekki
væri nema 6—8 menn hver til hjálp-
ar við að ljúka því sem með þarf,
og færu uppeftir þriðju hverja helgi
til að byrja með. Átta menn, ásamt
skíðanefndinni, gæti verið allstarf-
hæfur hópur og komið ýmsu í verk,
ef áhugi og vilji næðist fyrir málinu.
Á það má benda, að Skíðaskáli fé-
lagsins var á sínum tíma byggður
fyrst og fremst sem dvalar- og hvíld-
arstaður fyrir félagsmenn yfirleitt
og þá helzt keppnisfólkið i hand-
knattleik og knattspymu og svo bæt-
ist badmintondeildin við.
Þetta er sem sagt mál, sem allir
félagsmenn verða að sinna og íhuga
sem Valsmenn, — og leysa.
Er hér vísað til viðtals, sem „Val-
ur“ átti við Stefán Hallgrímsson um
jólin í fyrra, þar sem fram koma
skoðanir hans á málefnum skálans
og þeim möguleikum, sem hann hef-
ur upp á að bjóða, og kom hann þar
víða við.
Frá aðalfundi
badmintondeildar
Aðalfundur badmintondeildar Vals
var haldinn hinn 11. september s.l. í
félagsheimilinu að Hlíðarenda. Páll
Jörundsson, formaður deildarinnar,
setti fundinn og nefndi til sem fund-
arstjóra Einar Björnsson og fundar-
ritara Ormar Skeggjason.
Að upplesinni síðustu aðalfundar-
gerð flutti formaður ítarlega skýrslu
stjórnarinnar og skýrði frá marg-
þættu starfi deildarinnar á liðnu ári,
en þetta er annað starfsár hennar.
Deildin liafði yfir að ráða 14 tímum
á viku í íþróttahúsinu, en æfingar
sóttu á vegum hennar 180 manns.
Mikil gróska er í þessari iþróttagrein
innan félagsins og getur Valur glaðzt
yfir því að hafa á að skipa fjölmenn-
asta og jafnframt efnilegasta flokki
badmintonleikmanna á aldrinum 12
—18 ára.
Þátttaka og árangur Valsmanna
á mótum varð þessi:
Á haustmóti TBR — desember-
móti, haldið fyrir 12—18 ára ungl-
inga. 14 þátttakendur frá og komst
Jón Gíslason i úrslit, en tapaði fyr-
ir Sigurði Haraldssyni 11:6 og 11:8.
Innanfélagsmót Vals, haldið 15.
febrúar. Keppt var í drengja-, sveina-
og karlaflokki í tvíliðaleik.
Sveinaflokk unnu Einar Kjartans-
son og Hrólfur Jónsson.
Drengjaflokk unnu Jón Gíslason
og Helgi Ben.
Karlafl. unnu Sigurður Tryggva-
son og Jóhann Möller. Einar Jónsson
aðstoðaði við undirbúning mótsins,
en mótsstjóri var Rafn Viggósson.
Islandsmótið á Siglufirði var hald-
ið um páskana. 10 þátttakendur frá
Val.
Islandsmeistarar í drengjaflokki
urðu Jón Gíslason og Helgi Ben. í
tvíliðaleik og einliðaleik tapaði Jón
í úrslitaleik. Fararstjóri var Gísli Sig-
urðsson.
I tvenndarkeppni vann Jón Gísla-
son og siglfirzk blómarós Islands-
meistaratitilinn í þessum flokki.
Afmælismót TBR, haldið á Sel-
tjarnarnesi 15. apríl. 1 keppandi í
meistaraflokki og 6 í A. flokki. Þar
komst Þorvaldur Jónasson í undan-
úrslit í einliðaleik.
I hinum leikjunum léku ungling-
arnir með fullorðnu mönnunum og
stóðu sig ágætlega.
Eins og sjá má á þessari upptaln-
ingu, sagði formaður, liefur verið
mikil gróska í unglingaflokkunum.
Síðastliðinn vetur réði deildin til
þjálfunarstarfa Rafn Viggósson og
má þakka honum sérstaklega mjög
árangursríkt starf og vonar deildin
að hún fái að njóta starfskrafta hans
áfram.