Valsblaðið - 24.12.1969, Side 22
20
VALSBLAÐIÐ
SigurSur Tryggvason, form. Badmintondeildarinnar:
„Ég er ánœgður með árangur strákanna'
og unglingastarfið í deildinni“
Á aðalfundi Badmintondeildar
Vals var kosinn nýr formaður, þar
sem fyrrverandi formaður eindregið
baðst undan endurkosningu.
Þessi nýi formaður heitir Sigurð-
ur Tryggvason, fæddur og uppalinn
í Hafnarfirði, trésmiður að iðn og
34 ára gamall. Sigurður komst aldrei
inn á stjömuhiminn Hafnfirðinga,
en iðkaði nokkuð knattspymu á Al-
berts-tímabilinu í Hafnarfirði og
hefur þaðan góðar minningar. Hins
vegar komst hann í kast við Badmin-
tonleikinn í íþróttahúsi Vals fyrir
8 eða g árum. Þessi leikur tók Sig-
urð heljartökum og gaf hann hvergi
eftir í æfingum. Tók hann undra-
verðum framförum, þó hann væri
kominn af unglingsámm. Er ekki
að orðlengja það, að Sigurður vinn-
ur fyrsta flokk og þar með rétt-
ixm til að leika í meistaraflokki í
badminton.
Sigurður er fylginn sér í leik og
gefur hvergi eftir meðan orustan
erjar. Hann er því sannarlega lík-
legur til þess að taka formennskuna
í deildinni svipuðum tökum og þá
þarf ekki að efast um árangurinn.
Sigurður hefur setið í stjóm bad-
mintondeildar Vals í þessi tvö ár,
»----------------------------------
Að lokum vill stjómin þakka
ánægjulegt samstarf við aðrar deild-
ir innan Vals, við stjóm félagsheim-
ilisins, svo og við aðalstjóm félagsins.
Að loknum flutningi skýrslu
stjómarinnar flutti gjaldkeri, Sigurð-
ur Tryggvason, reikninga deildar-
innar og gaf yfirlit um fjárhag henn-
ar. Umræður urðu síðan nokkrar
um skýrsluna og reikningana. Luku
allir þeir, er tóku til máls, lofsorði
á starfsemi deildarinnar, stjórn
hennar og framkvæmdir.
Þá fór næst fram stjórnarkjör. Páll
Jörundsson, sem verið hefur formað-
ur s.l. ár og átti sinn mikla þátt í
að móta starfsemina frá upphafi,
lýsti því yfir að hann gæti ekki leng-
ur sinnt stjórnarstörfum, að minnsta
sem hún hefur starfað, svo hann
kemur ekki ókunnugur að þessum
málum í Val og þótti okkur rétt að
rabba svolítið við hinn nýja formann
um ástand og horfur, eins og það er
svo faglega orðað hjá stjórnmála-
mönnunum.
— Hvernig er æfingasóknin?
— Æfingasóknin var mjög góð í
fyrra og voru oft 50—60 krakkar á
æfingmn í laugardagstimunum, sem
voru fyrir byrjendur, en það var of
mikið. Núna virðist þetta ætla að
verða viðráðanlegra.
Aðsóknin að deildinni er mikil og
getum við ekki tekið á móti nærri
öllum, sem óska að ganga í hana.
Við höfum fengið dáítið óheppilega
tíma í húsinu, það eru svo margir
sem vilja fá tvo tíma í röð, en þetta
lagast nú kannske síðar.
— Hvað með kennara?
— Við réðum Rafn Viggosson í
fyrra og reyndist hann hinn bezti
kennari í alla staði, áhugasamur,
velviljaður og nær tökum á nem-
endunum. Það hefur verið ákaflega
erfitt fyrir hann að eiga við svo
marga byrjendur, en þrátt fyrir það
hefur hann náð undragóðum árangri.
Nægir að benda á úrslitin í nýaf-
----------------------------------»
kosti ekki í bráð. I hans stað var
kjörinn formaður Sigurður Tryggva-
son í einu hljóði. Aðrir í stjórn voru
kjörnir: Ormar Skeggjason, Hilmar
Pietch, Örn Ingólfsson og Þorvaldur
Jónasson.
Varamenn voru kjörnir: Jafet Ól-
afsson og Jón Gíslason.
Að stjórnarkjöri loknu tók formað-
ur Vals, Ægir Ferdinandsson, til
máls. Þakkaði fráfarandi stjórn, en
sérstaklega formanni hennar, Páli
Jörundssyni, fyrir mikið starf og
ágætlega af hendi leyst s.l. tvö starfs-
ár. Bauð hann síðan hinn nýja for-
mann velkominn til starfa og aðra
st j órnarmeðlimi.
Fundarstjóri sleit því næst fund-
inum. E. B.
SigurSur Trygguason, formaSur badminton-
deildar.
stöðnu Reykjavíkurmóti, en þar átti
Valur Reykjavíkurmeistara í tvíliða-
leik sveina og drengja, og i einliða-
leik drenkja. Það voru líka allt Vals-
menn, sem voru i úrslitum í tvi-
menningskeppni i tvíliðaleik sveina
og piltur frá Val var í úrslitum í ein-
liðaleik sveina. Mér finnst strákarnir
hafi staðið sig mjög vel síðan deildin
var stofnuð og má þar minna á
frammistöðu þeirra á Islandsmótinu
á Siglufirði í fyrravetur( og sagt er
frá annars staðar í blaðinu).
— Ert þú bjartsýnn með komandi
keppnistímabil ?
— Já, ég er mjög bjartsýnn með
veturinn og ég held, að árangur af
starfi Rafns eigi eftir að koma enn
betur í ljós, þegar líður á veturinn.
Og það er nóg af ungu og mjög efni-
legu fólki á döfinni, svo ég held við
þurfum engu að kvíða.
Hvenær byrjaðir þú eiginlega að
æfa badminton?
Ég var víst 25 eða 26 ára, þegar
ég fór að stunda badminton i íþrótta-
húsi Vals og varð svona smátt og
smátt innlyksa í þessum húsakynn-
um. Raunar byrjaði ég badminton
í skjóli katólikkanna í Firðinum eða
réttara sagt fengum við nokkrir
strákar í Hafnarfirði leigðan leik-
fimissal St. Jósepsspítalans í Hafnar-
firði og spiluðum þar badminton og
iðkuðum leikfimi.
Eftir að ég komst verulega í kynni
við leikinn reyndi ég að koma mér í