Valsblaðið - 24.12.1969, Qupperneq 30

Valsblaðið - 24.12.1969, Qupperneq 30
28 VALSBLAÐIÐ Róbert Jónsson svarar spurningum Þann kann að þykja að bera í bakkafullan lækinn að fara að ræða aftur við Róbert Jónsson um þjálf- un og leiðbeiningastörf í unglinga- flokkunum, þar sem við hann var spjallað um þetta efni í blaðinu í fyrra. Sannleikurinn er hins vegar sá, að sá lækur er aldrei bakkafullur, það vantar alltaf mikið í hann, það er stöðugur skortur á leiðbeinendum í unglingaflokkunum og það eru stöð- ugar umræður um þetta mál, manna á milli, á fundum, á þingum og í stjómmn þeirra félaga, sem unglinga hafa innan sinna vébanda. Varðandi Róbert ýtti það mikið vmdir okkur að fá hann til taka munninn dálítið fullan, að hann hef- ur nú farið í gegnum alla flokka, sem leiðbeinandi og þjálfari, þ. e. hann byrjaði í 5. flokki og nú í sum- ar var hann með 2. flokk. Við þetta bættist sá orðrómur, að nú mundi Róbert hætta þjálfun, a. m. k. í bili. Okkur þótti hann því líklegur til að geta miðlað af reynslu sinni og gripmn hann því áður en hann fer, sem hann vonandi gerir ekki. 1. Mér er sagt, að þú ætlir að hætta þjálfun, a. m. k. í bili, og eftir að hafa þjálfað og leiðbeint í öllum aldursflokkum á unglingsaldri væri gaman að spyrja þig, hvaða aldurs- flokk þér þætti skemmtilegast að þjálfa og leiðbeina og í hverju það liggur og eins, hvort þú telur það rétta aðferð við þjálfun yngri flokk- anna? Ef ég byrja á síðasta hluta spum- ingarinnar, þá hef ég þá skoðtm, eftir mina reynslu, að það sé rétt ef þjálfari hefur náð árangri með yngri flokkunum, að hann eigi að fylgja þeim eftir og reyna að ná áframhaldandi árangri með þeim. Það eykur áhuga hans fyrir drengj- unum og árangri þeirra, og það eyk- ur áhuga drengjanna að halda áfram, þegar þeir sjá að þeir hafa haft þjálf- ara, sem hefur náð árangri með þeim. Þetta er nú mín reynsla og ég held, að það hafi ekki komið til þess að Róbert Jónsson, hinn vinsœli þjálfari, meS ákveSnar skoSanir. við værum leiðir hvorir á öðrum. Þá kemur hitt til eða ástæðan til þess að ég hætti núna, að við teljum, að þrátt fyrir það að tekizt hafi að ná góðum árangri, sé rétt, svona rétt áður en þeir koma að dyrum meist- araflokks, að þeir fái ný sjónarmið hjá nýjum leiðbeinanda. Þeir hafa haldið saman síðan á 12 ára aldri og núna er einmitt tæki- færið fyrir þá að taka á móti nýj- um áhrifum, sem gefa nýjan þroska. Þannig held ég að það sé réttlæt- anlegt að fylgja þeim upp í annan flokk ef árangur er góður og vel árar. Þó ég hætti kannske í bili hefur maður alltaf áhuga á þessum mál- um og Val, maður er búinn að viða að sér reynslu á þessum árum, sem jafnvel gæti orðið til þess að maður héldi áfram jafnvel núna eða seinna. 2. Þú hefur sagt áður að það sé ekki fyllilega séð fyrir þjálfun og leiðbeinendum í yngri flokkunum í landinu og þá sennilega ekki í Val heldur. Hvemig vilt þú leysa þetta nauðsynjamál knattspyrnunnar, þannig að árangur náist? Ég hef víst haldið þessu fram bæði innan félagsins og eins á knatt- spymuþinginu, þar sem rætt hefur verið um fræðslu þjálfara, að mér fyndist eðlilegast, þegar menn em ráðnir með happa- og glappaaðferð- inni, að þeir byrjuðu að starfa með yngstu flokkunum. Ég held, að menn þroskist mest á því að byrja neðan frá. Þegar þeir hafa svo áttað sig á þessu verði þeim gefið tækifæri til að taka þátt í fyrsta stigi þjálf- aranámskeiðs KSl strax og síðan eft- ir tveggja ára þjálfun ætti annað stigið að koma í kjölfarið. Ef þessir menn ílendast svo í þessu lengur eiga þeir tvímælalaust að fá þriðja stigið erlendis. Þetta ætti að geta orðið hvatning til að ná því að verða sendur út til náms í þjálfun í knatt- spyrnu. Ég tel, að þetta eigi að vera að- ferðin til þess að fá menn til að halda áfram og ná því að taka öll stigin, ætti hann að vera kominn með nokk- uð alhliða þekkingu á þjálfun eða með það mikla þekkingu, að þeir gætu þjálfað annan flokk og þá lika í fyrsta aldursflokki, og að því er stefnt. Því miður hefur ekki verið lögð næg áherzla á það, að menn kæm- ust á slík námskeið. Menn hafa bara hrósað happi ef tekizt hefur að ná einhverjum til að leiðbeina og þá oftast tjaldað til eins árs í senn, en reynslutímabilið er að mínu viti minnst tvö ár í þjálfun. 3. Knattspyrnan er margþætt íþróttagrein, þar sem til kemur: leikni með knöttinn, skipulag í leik, félagslegt samstarf, þrek o. fl. Og þá vil ég spyrja: Á hvað leggur þú mesta áherzlu og í hvaða röð? Hvernig kemur þú þessu öllu að á þeim tíma, sem þér er ætlaður, og telur þú mögulegt að gera því eðlileg og full- nægjandi skil á þeim tíma? Spurning þessi er nokkuð marg- þætt, en það fer nokkuð eftir aldri, hvemig þessi mál raðast niður, og eins og ég hef framkvæmt þetta, hef ég sett félagslegu hliðina efst í fimmta flokki, meðan reynt var að fá strákana sem félaga hvers ann- ars og hafa áhuga fyrir félaginu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.