Valsblaðið - 24.12.1969, Síða 36
34
VALSBLAÐIÐ
DEILDIRNAR
Á þessu hausti eru liðin 10 ár frá
því Valur tók upp deildaskiptingu,
þar sem íþróttagreinar þær sem fé-
lagið hafði á stefnuskrá sinni voru
að vissu marki gerðar sjálfstæðar
með stjórn og sér-fjárhag. Um þessa
skiptingu voru svolítið skiptar skoð-
anir, mönnum var ekki alveg ljóst
hivernig þetta mundi þróast. Ekki
•er hægt að segja að nein átök yrðu
um málið, því almennt vildu menn
einhverja breytingu frá því sem áð-
ur var. Á aðalfundinum 1959 var
gengið frá nýjum lögum fyrir félag-
ið sem endurskoðuð voru og þessi
nýju ákvæði felld inn í þau.
Það þótti rétt að rifja svolítið upp
aðdragandann að breytingu þessari
og af því tilefni snerum við okkur
til Sveins Zöega, sem var formaður
á þessu ári og næstu árum á eftir,
og í nefndinni sem lagði málið fyrir
aðalfundinn. Er frásögn hans á
þessi leið:
„Ég er ákaflega áncegöur meS störf
deildanna“.
Þegar ég var beðinn að taka að
mér formennsku fór ég að velta fyr-
ir mér, að ýmislegt þyrfti að gera
og þá m. a. að gera þyrfti breyt-
ingar á sjálfu skipulagi félagsins. Á
10ÁRA
þeim árum fannst mér að hávær-
ustu raddirnar kæmu frá ungu
mönnunum. Þeir voru alltaf að
kvarta að þeir eldri væru fyrir, svo
ungu mennirnir kæmust ekki að. Ég
verð að viðurkenna, þó mér fyndist
það ekki þá að öllu leyti eðlilegt, að
það var sanngjarnt að mörgu leyti.
Staðreyndin er sú, að ungu menn-
irnir eiga erfiðara með að komast
upp, meðan þeir eldri halda áfram
að starfa og láta aldrei á sér bilbug
finna og þar að auki fannst mér fé-
lagið orðið það stórt og viðamikið,
að það þyrfti að breyta til þannig,
að koma starfinu á fleiri hendur.
Það vill nú verða svo, að þegar um
er að ræða stjórnir annars vegar,
vilja aðrir ekki koma þar við. Þeim
finnst að stjórnin eigi að sjá um allt
og gera allt og nefndirnar, sem
stjórnin er að fela störf og ákvarð-
anir um eitt og annað, eru raun-
verulega ekki ábyrgar, heldur vinna
þær á ábyrgð stjórnarinnar. Þannig
verða þær hysknari og rólegri í störf-
um en ástæða væri til.
Þess vegna fannst mér með þvi
að breyta þessu í deildir, þá mundi
það auka möguleikana fyrir þvi, að
fyrst og fremst undir handleiðslu
stjórnarinnar, að þá mundu deild-
Sveinn Zöega, sá sem stóS að skiplingu fé-
lagsins í deildir.
irnar verða miklu sterkari en nefnd-
irnar voru áður. Þarna kæmi sér-
stakur formaður, sem væri i raun-
inni einn ábyrgur með sinni stjórn,
þó með aðalstjórn félagsins að bak-
hjarli. Sem sagt, mér fannst að það
þyrfti að gera verulegar breytingar.
Þess vegna fékk ég það samþykkt
á einum af fyrstu stjórnarfundunum
eftir að ég var kosinn formaður, að
skipa nefnd í þetta mál og voru í
hana kjörnir Valgeir Ársælsson og
Gunnar Vagnsson, auk mín.
Við komumst að þeirri niðurstöðu,
að félaginu skyldi skipt i þrjár deild-
ir og leggja fram frumvarp um það
á aðalfundi, þannig, að hver deild
yrði sjálfstæður aðili innan Vals,
og undh- yfirstjórn aðalstjórnar fé-
lagsins.
Þetta frumvarp kom svo fram 4.
nóv. 1959 og fékk mjög góðar við-
tökur og töldu menn þetta heppilegt
fyrirkomulag. Síðan var boðað til
funda með knattspyrnumönnum,
handknattleiksmönnum og skiða-
mönnum, hverjum fyrir sig, og frá
þessu gengið þar, og svo endanlega
frá málum þessum á framhaldsaðal-
fundi 22. nóv.
Eitt atriði varð þó útundan, sem
ég hefði haft mikinn áhuga fyrir að
fá samþykkt, en það náði ekki fylgi
þá af einhverjum annarlegum ástæð-
um liggur mér við að segja.
Þar sem deildaskiptingin var orð-
in staðreynd, aðalstjórn starfandi i
félaginu, Fulltrúaráð starfandi af
fullum krafti við hliðina á stjórninni,
„Byltingastjórnin" 1959. F. v. Páll GuSnason, Valgeir Ársœlsson, Sveinn Zöega form.,
Einar Björnsson og Gunnar Vagnsson.