Valsblaðið - 24.12.1969, Page 43

Valsblaðið - 24.12.1969, Page 43
VALSBLAÐIÐ 41 Hinir ungu efnilegu Valsmenn: F. v. Bergur, Jakob og Helgi. alltaf gaman af þessum æfingum. Hins vegar hafði ég alltaf gaman að knattspyrnu, þ. e. a. s. að horfa á hana. Ég lagði aldrei út í það að fara að æfa með einhverju félagi, en ég sótti flesta knattspyrnuleiki og eru mér minnisstæðir leikir Þjóð- verjanna, sem komu hingað 1935, og þá sérstaklega leiks úrvalsins, sem það tapaði með aðeins 2:1, ef ég man rétt, og svo gleymir maður ekki leik Vals við Þjóðverja nokkrum árum síðar, þar sem Valur gerði jafntefli 1:1. Ég hef aldrei verið i neinu knatt- spyrnufélagi, en einhvernveginn hefur það alltaf verið svo að mér hefur verið hlýjast til Vals. Getur verið að Haukar í Hafnarfirði hafi átt sinn þátt í því, því ég kynntist þeim töluvert meðan ég var í Firð- inum. Svo varð ég líka málkunnugui' mörgum Valsmönnum og féll held- ur vel við þá. Þegar synir minir urðu það stórir, að þeir gætu farið á völlinn, tók ég þá oft með mér og er ekki óhugsandi, að það hafi haft sin áhrif á áhuga þeirra síðar. Þegar ég varð svo verulega var við áhuga þeirra hvatti ég þá til að fara á Valsvöllinn og leika sér þar, það væri betra en að vera á götunni. Nú þegar þeir fóru að ná þeim árangri að þeir voru valdir í keppnislið fór ég að fylgjast með þeim og horfa á leikina, þegar þeir kepptu, og það geri ég enn, þegar ég hef tíma til. Ég er ánægður með það, að strák- amir fóm að iðka íþróttir. Ég tel gott fyrir þá að vera í félagi, þar sem íþróttaandi er góður, það er þrosk- andi fyrir þá og þannig virðast mér áhrifin, sem þeir verða fyrir í Val. Ég er hlynntur því að þeir haldi áfram að æfa sig og vera virkir í félagsstarfinu. Ég vil svo að lokum þakka Róbert fyrir handleiðslu hans á mínum drengjum. Hann hefur reynzt þeim vel og verið félaginu mikils virði að minu áliti, en hann hefur fylgt þeim eftir allt frá því þeir vom í g. flokki. Svandís Guðmimdsdóttir, sem er ættuð frá Bolungavík og ættmóðir Vals-fjölskyldunnar að þessu sinni, brosti glaðlega, þegar hún var innt eftir þátttöku í íþróttum og sagði: Ég hef nú aldrei verið nein íþrótta- manneskja. Hitt var það að ung- mennafélagið vestur i Bolungavik efndi til námskeiðs í fimleikum þar vestur frá á vetrum. Auðvitað tók ég þátt í þeim og þótti mjög gaman. Svo fluttist ég 1944 til Reykjavíkur, og satt að segja langaði mig sannar- lega til að ganga í iþróttafélag hér og æfa leikfimi, en ég var feimin og þekkti enga, svo það varð ekkert úr því. Nú svo komudrengirnir hver af öðrum og þá var nógu að sinna. Sjaldan hef ég farið með bónda mín- um á Völlinn til þess að sjá knatt- spyrnuleiki. Einhver bezta iþróttaskemmtun sem ég hef séð var Valsdagurinn í fyrra. Það var skemmtilegt að sjá allt þetta unga fólk í leik, uppfullt af áhuga og gleði yfir því að vera með. Það var líka gaman og lærdóms- ríkt fyrir mig að sjá hvað félagið er að gera fyrir æskufólkið í borg- inni. Ég hlakkaði því mjög til Vals- dagsins í sumar, en þá var svo slæmt veður og naut hann sin þvi ekki. En ég hlakka til hans næsta sumar og læt ekki á mér standa þá. Jú, það getur verið að í manni heyrist, þegar þeir koma blautir og óhreinir, en það er ekkert um það að fást, enda eru aðstæður allar svo góðar til að mæta því. Ég er mjög ánægð með að strákamir séu í þessu, maður veit þá hvar þeir eru og hvað þeir em að gera. Ég fylgist með því hvemig leikir þeirra fara og ef þeir tapa finnst mér það slakt, að þeir skuli ekki geta gert eins mörg mörk og hinir, en það þýðir víst ekkert um það að fást, knattspyrnan er víst svona. Ég vona bara að þeir haldi áfram að æfa og vera Valsmenn. Ég held að það hljóti að vera góður félags- andi þarna hjá ykkur, mér finnst það koma fram á mínum drengjum. Óska svo Val góðs gengis í fram- tíðinni á alla lund og tek undir orð Benedikts varðandi handleiðslu Ro- berts. Jakob, sem er elztur þeirra bræðra, varð næstur fyrir svörum: Ég byrjaði að æfa knattspymu í fimmta flokki og æfði á vorin og haustin, en var alltaf í sveit á sumr- in þar til síðasta árið mitt í þriðja flokki. Ég lék yfirleitt í vörninni, og í þriðja fl. eftir að ég varð fast- ur liðsmaður þar var ég annaðhvort bakvörður eða miðvörður. Aðalbaráttan var við Fram, liðin voru mjög svipuð, en þeir voru heppnari, skoruðu mörkin, þeir vom líka sterkari karlar, en við því var ekkert að segja. Okkur tókst ekki að vinna neitt mót, en vorum yfirleitt alltaf í öðru sæti. Ég man ekki eftir neinum sérstök- um atvikum úr þessum leikjum, það var bara gaman að keppa og vera með. Þó var það atvik í 2. flokki í

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.