Valsblaðið - 24.12.1969, Page 44

Valsblaðið - 24.12.1969, Page 44
42 VALSBLAÐiÐ leik við Víking, sem ég gleymi ekki. Það var alllangt liðið á leikinn og höfðu Víkingar eitt mark yfir. Við vorum í sókn og var ég með knött- inn um það 10 m fyrir utan víta- teig. Ákveð ég þá að gera tilraun til að skora, þótt ég væri ískyggilega langt frá markinu, en ég hef heppn- ina með mér. Ég veð að knettinum, hitti hann vel, legg í sparkið alla orku mína og fullur eftirvæntingar horfi ég á eftir honum og hugsan- imar leiftruðu til og frá: Ætlar hann að fara framhjá, eða ætlar hann yfir, nei, hann lenti í bláhorninu, þar sem saman koma slá og stöng. Satt að segja hálfbrá mér, en það var þægi- leg kennd að hafa jafnað. Það jók vafalaust á ánægju mína með mark þetta, að það var fyrsta markið sem ég hafði skorað í leik. Ég man líka annað atvik úr leik, en það var heldur leiðinlegra. Mér var vikið úr leik ásamt öðrum Vals- manni, var þetta í leik móti Fram. Leikurinn var leiðinlegur og harður af beggja hálfu og mér fannst, að það hefði með sama rétti mátt fækka þeim einnig, og auðvitað töpuðum við leiknum. Ég skal játa, að það er rangt að egna upp dómara, hversu illa sem þeir dæma, og leikmenn eiga ekki að gera það. Ég hef alltaf haft gaman af að æfa og keppa ef félagsandinn er góð- ur, og það var hann svo sannarlega í sumar. Ég legg ekki aðaláherzluna á knatt- spyrmma, það er handknattleikur- inn sem er mín aðalgrein. Ég byrj- aði að iðka hann í 4. flokki. Mér finnst það skemmtilegri leikur. 1 fjórða flokki gekk okkur vel, og í þriðja flokki lengi vel þangað til við lékum úrslitaleikinn við Víking, en þeim leik töpuðum við 8:0! f öðrum flokki gekk á ýmsu og er þar eftirminnilegt að við unnum Víkinga 8:2 í úrslitaleik Reykjavík- urmótsins, en í næsta leik við Vík- ing, sem var fyrsti leikurinn í fs- landsmótinu töpuðum við með 11.-8. Við vorum alltof sigurvissir, en það hefnir sín. Stefán Sandholt var þjálfari okk- ar og er hann mjög góður þjálfari og félagi. Á keppnistímaiblinu 1968—’6g byrjaði ég að leika með meistara- flokki og var fyrsti leikur minn móti KR og skoraði ég 3 mörk í þeim leik. Annars er mikill munur að keppa í öðrum flokki en í meistaraflokki. Eftirminnilegustu leikirnir þetta fyrsta keppnistímabil í meistara- flokki eru úrslitaleikimir tveir við Fram. Var fyrst svolítið taugaóstyrk- ur, en það fór fljótt af. Ég er mjög ánægður með Reyni Ólafsson sem þjálfara, hann er mjög góður. Ég er mjög bjartsýnn með meistaraflokkinn og er ákveðinn að æfa af krafti. Ferðin út í haust var ævintýri fyrir mig. Hún styrkti fé- lagsandann, sem var góður — rnjög góður í liðinu fyrir. Bergur, 17 ára, hafði eftirfarandi að segja: Maður fór alltaf niður á Valsvöll til að sparka, bæði á vorin og haust- in, en var í sveit á sumrin. Það var ekki fyrr en síðasta árið mitt í fimmta flokki, sem ég var valinn í lið til að keppa. Ekki man ég neitt sérstak- lega eftir fyrsta leiknum, en við unn- um öll mótin það ár. Það ár lék ég sem framvörður, en aðallega var ég þó innherji. 1 fjórða flokki vorum við í öðru sæti fyrra árið, en það síðara unnum við allt. Það ár lékum við eftirminni- legan leik uppi á Akranesi. Við byrj- uðum vel, höfðum um skeið 3:1, en svo tókst Skagamönnum að jafna á 5:5. Við „brenndum af“ vítaspyrnu, svo þetta lítur allt heldur illa út, en undir lokin tökum við okkur á og okkur tekst að vinna með 7 gegn 5. Fyrra árið mitt í þriðja flokki vor- um við í öðru sæti yfirleitt, nema í Haustmótinu, þá unnum við. Síðara árið urðum við Reykjavíkur- og Is- landsmeistarar. Á fyrra árinu í 3. fl. fórum við skemmtilega ferð til Akureyrar og kepptum þar hörkuleik við KA og unnum 3:1. Eftirminnilegastur varð leikurinn þó fyrir það, að einn strák- anna meiddist svo að það varð að flytja hann með flugvél til Reykja- vikur. Þetta fékk mikið á okkur. f sumar lék ég í B-liði annars flokks og var varamaður í A-liðinu og lék þar nokkra leiki. Unnum Mið- sumarsmótið og Reykjavíkurmótið. Knattspyrnuæfingarnar allt frá því fyrsta hafa verið mér ágætis skemmtun, fyrir nú utan það, að maður hefur gott af því að hreyfa sig svolítið. Félagsandinn hefur yfir- leitt verið mjög góður og aðstaðan fyrir okkur þarna á Valssvæðinu góð. Að minu áliti eru fundir nauðsyn- legir við og við, og það þarf að skipu- leggja þá fyrirfram þannig, að þar liggi fyrir viss dagskrá. Fundirnir hressa alltaf upp á félagsandann. Helgi, 16 ára, hefur ekki alltaf gengið heill til skógar, þótt ungur sé, langvarandi lasleiki liefur þó ekki megnað að stöðva hann. Meðfædd knattspyrnugleði og svolítill slatti af þráa hefur hamlað á móti sjúkdómn- um, þannig að oftast hefur Helgi sést á Hlíðarenda, þegar æfingar hafa átt að era. Þó varð hann að ganga undir alvarlegan uppskurð, sem virð- ist hafa tekizt vel, góðu heilli. Helgi hefur þetta að segja: Ég var víst 7—8, þegar ég fór að elta bræð- ur mína á Valsvöllinn. Annars var ég búinn að sparka töluvert áður en það gerðist. Ég mun hafa byrjað að sparka knetti í húsasundi hér rétt hjá og var mótherjinn stúlka, sem var nokkuð eldri en ég. Hafði hún mjög gaman af þessum leik og auð vitað þótti mér gaman líka. Þannig byrjaði þetta víst. Eins og allir strákar á mínum aldri byrjaði ég í fimmta flokki og lék þar í C-, B- og A-sveitum. Fyrsti kapp- leikurinn minn var við KR og unn- um við 1:0. Næsti leikur við Fram og unnum við þann leik með 8:0 og af þeim skoraði ég nokkur mörk. Ég skoraði í þeim leik fyrsta mark- ið mitt og var það fyrsta mark leiks- ins, bar það dálítið skemmtilega að. Fram hafði verið í sókn og voru allir komnir inn á vallarhelming Vals, en þá skeður það, að varnar- maður spyrnir langt fram á völlinn í áttina að marki Fram. Ég var við miðlínu og tek nú til fótanna og elti knöttinn sem mest ég má. Varnar- menn Fram höfðu ekki áttað sig á þessum óvænlu skiptum og fengu ekkert að gert. Markmaðurinn bíður um stund í markinu, en sér að ekki er um annað að ræða en að hlaupa út úr markinu og útfyrir vítateig- inn og freista þess að vera á undan mér að ná í boltann. Hefst þarna mikið kapphlaup milli mín og mark- mannsins og má lengi vel ekki á milli sjá hvor verði á undan að snerta

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.