Valsblaðið - 24.12.1969, Síða 50

Valsblaðið - 24.12.1969, Síða 50
48 VALSBLAÐIÐ SIGLUFJARÐARFARAR VALS A BADMINTONMÖT ÍSLANDS. FREMRI RÖÐ: Ólafur Magnússon, Hrólfur Jónsson, Einar Iljartansson. AFTARl RÖÐ: Gísli Þ. SigurSsson fararstjóri, Ragnar Ragnarsson, Stefán SigurSsson, HörS- ur Árnason, GuSjón HarSarson, Hafsteinn Baldursson, Helgi Benediklsson og Jón Gislason. Reykjavíkur, sem þar hafði verið við þjálfun og tekið að sér að annast umsjón með móti þessu. Farið var með okkur i æskulýðs- heimili staðarins, bjuggum þar með- an á mótinu stóð. Er það snyrtilegt í alla staði og greinilega vel um það gengið, og hugsað. Hins vegar borðuðum við á hótel Höfn og verður ekki annað sagt en að vel hafi farið um okkur þessa daga. Þess má líka geta hér, að í sam- bandi við þetta mót var tekið i notk- un nýtt gufubað og var öllum þátt- takendum boðið að nota það endur- gjaldslaust. Siglfirðingar hafa þann hátt á, að þeir hafa sérstakt félag, sem heitir Tennis- og badmintonfélag Siglu- fjarðar og sá stjórn þess um mót þetta og skipulagði það með góðri aðstoð Garðars, eins og ég tók fram áðan og einnig var honum til aðstoðar ung- ur maður úr TBR og reyndar Val líka, Haraldur Kornelíusson. Stjórn mótsins og fyrirkomulag var til mikillar fyrirmyndar. Við setningu mótsins voru mættir m. a. bæjarstjórinn á Siglufirði, sem setti mótið, og ýmsir framámenn um íþróttir á staðnum. Rétt er að geta þess, að Siglfirð- ingar hafa leyst sín íþróttahússmál á dálítið sérstakan hátt. Þeir eiga ágæta sundlaug — innilaug — en um vetrartímann setja þeir gólf, sem er mjög skemmtilega fyrirkomið yfir laugina og hafa þannig fengið skemmtilegan íþróttasal. Þátttakend- ur í móti þessu voru allmargir, eins og ég gat um áðan, 10 frá Val, frá TBR 4, frá Siglufirði 24 má ég segja og frá Sauðárkróki 6 eða 7. Árangur keppenda okkar var mjög góður, i drengjaflokki fengum við íslandsmeistara í tvíliðaleik og vert er að geta þess að i úrslitaleik i þess- um flokki léku eingöngu Valsmenn. I einliðaleik komst einn okkar pilta i úrslit, en tapaði aukaleik með litl- um mun eftir harða og spennandi keppni. I tvenndarkeppni, sem aldrei hefur farið fram áður í unglinga- móti, fengum við líka vinning, að visu einn okkar pilta með stúlku frá Siglufirði. Það má geta þess hér að það er ekki lögð áherzla á það hvorki í tvíliðaleik eða tvenndarkeppni séu keppendur úr sama félagi. Þetta setur svolítið annan svij) á þetta en við erum vön, í annarri keppni, en ég býst við, að þetta hafi byrjað vegna þess að það er oft knappt um þátttakendur, það getur orðið þess valdandi, að ekki er hægt að láta keppni fara fram og t. d. á þessu móti komu eingöngu piltar frá Reykjavík og Sauðárkróki, hitt var allt heimafólk. Stúlkurnar á staðn- um vilja taka þátt í mótinu og þar af leiðandi þarf að velja með þeim pilta. Þær hafa ekki það marga sterka pilta á staðnum, að það sterkasta komi fram og þá er valinn þessi kost- ur. Útkoman þarna var sem sagt sú, að einn okkar pilta fékk tvo gull- peninga. Það er eitt í sambandi við bad- minton, sem ég vil að komi fram, sem ég tel að þurfi að breyta, það virðist vera nokkur hringlandahótt- ur á því á landsmótum, hvort veitt eru ein eða tvenn verðlaun, eða sem sagt fyrstu og önnur verðlaun. Þarna voru aðeins veitt ein verðlaun. Hins vegar á unglingamóti. sem haldið var í Reykjavík árið áður, voru veitt gull- og silfurverðlaun. Ég tel þvi rétt og nauðsynlegt fyrir Badminton- samband Islands að taka þetta til ákvörðunar og ákveða annað hvort fyrirkomulagið og láta það standa alls staðar, þar sem landsmótin fara fram. I yngsta flokknum —- sveina- flokknum — unnu drengir frá Siglu- firði bæði í einliða og tvíliðaleik og svo var það einnig i unglingaflokki. Það setti nokkuð skemmtilegan svip á þetta mót, að í því tóku þátt all- margar stúlkur, sem er nýtt á ungl- ingamótum og til fyrirmyndar fyrir önnur félög, sem taka þátt í þess- um mótum. Allar voru þessar stúlk- ur frá Siglufirði. Ég vil endurtaka það, sem ég sagði áðan, að móts- stjórnin öll og keppnin gekk með mikilli prýði og eiga þar mestan hlut að máli stjórn Badmintonfélags- ins á staðnum, Garðar Alfonsson og Haraldur Kornelíusson, eins og ég gat um fyrr, sem önnuðust að veru- legu leyti stjórn keppninnar. Að mótslokum var haldið hóf fyr- ir keppendur og ýmsa forustumenn íþróttamála á Siglufirði. Ég tel rétt að geta þess hér, að þar bað formað- ur íþróttabandalags Siglufjarðar mig að flytja Yal og Valsmönnum sér- stakar þakkir og kveðjur fyrir ágæta samvinnu á þessu móti og gott sam- starf á liðnum árum. Að því hófi loknu var haldinn dansleikur, þar sem öllum þátttak- endum var boðið og var það fram eftir kvöldi. Þegar hér var komið var farið að líta út fyrir breytingu á veðri, því eins og flestum er kunn- ugt, geta ökuleiðir til Siglufjarðar orðið snögglega ófærar um þetta leyti árs. Við Garðar Alfonsson tók- um því þá ákvörðun að hraða okk- ur til Sauðárkróks, þegar um nótt- ina, vegna þess sérstaklega, að von
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.